Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 762  —  312. mál.
2. umræða.



Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um fjárhagslegar viðmiðanir.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Aðalstein Eymundsson, Hjálmar S. Brynjólfsson og Margréti Sigurðardóttur frá Seðlabanka Íslands.
    Umsagnir bárust frá Arion banka hf. og Seðlabanka Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 frá 8. júní 2016, eins og henni var breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2089 frá 27. nóvember 2019, verði veitt lagagildi hér á landi. Fyrri reglugerðin er nefnd viðmiðanareglugerðin og sú síðari loftslagsviðmiðanareglugerðin.
    Í umsögn Seðlabanka Íslands eru gerðar athugasemdir sem eru tæknilegs eðlis. Að höfðu samráði við ráðuneytið leggur meiri hlutinn til nokkrar tæknilegar breytingar.
    Að framangreindu virtu leggur meiri hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


     1.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „láta af“ í w-lið 1. mgr. komi: hætta.
                  b.      Orðið „og“ í x-lið 1. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðsins „ársveltu“ þrívegis í 4. mgr. komi: heildarársveltu.
                  d.      Í stað orðanna „tapi sem forðað er“ í 5. mgr. komi: tapi sem hann forðast.
     2.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðsins „ársveltu“ í d-lið komi: heildarársveltu.
                  b.      Við e-lið bætist: með broti.
     3.      Á eftir orðunum „ráðstafanir vegna brota“ í 12. gr. komi: á ákvæðum laga þessara.
     4.      14. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.

Alþingi, 15. janúar 2021.

Óli Björn Kárason,
form., frsm.
Jón Steindór Valdimarsson. Brynjar Níelsson.
Bryndís Haraldsdóttir. Oddný G. Harðardóttir. Ólafur Þór Gunnarsson.
Smári McCarthy. Willum Þór Þórsson.