Ferill 613. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1433  —  613. mál.
2. umræða.



Framhaldsnefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum (skyldur flugrekenda vegna COVID-19).

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar.


    Nefndin tók málið til umfjöllunar að nýju og hefur meiri hluti nefndarinnar ákveðið að styðja þær breytingartillögur sem koma fram í nefndaráliti meiri hlutans, sbr. þskj. 1325, og nefndaráliti 1. minni hluta, sbr. þskj. 1341. Um rökstuðning fyrir breytingartillögunum vísast til umfjöllunar um þær í framangreindum skjölum.
    Leggur meiri hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerð er tillaga um í framangreindum þingskjölum.
    Vilhjálmur Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
    Andrés Ingi Jónsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 14. maí 2021.

Ari Trausti Guðmundsson,
frsm.
Guðjón S. Brjánsson. Hanna Katrín Friðriksson.
Jón Gunnarsson. Kolbeinn Óttarsson Proppé. Líneik Anna Sævarsdóttir.
Vilhjálmur Árnason.