Ferill 796. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1449  —  796. mál.




Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um undanþágur frá EES-gerðum.

Frá Sigríði Á. Andersen.


     1.      Í hvaða tilvikum hefur Ísland á árabilinu 2015–2020 óskað eftir undanþágum frá innleiðingu EES-gerða á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar? Hversu oft hefur verið fallist á slíkar undanþágur?
     2.      Liggja fyrir tölur um óskir annarra EES/EFTA-ríkja eftir sambærilegum undanþágum á sama tímabili og hversu oft hefur verið fallist á slíkt?
     3.      Eru allar þær aðlaganir og undanþágur enn í gildi sem veittar voru fyrir árið 2014 og fram kom í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á 144. löggjafarþingi (593. mál) að Ísland hefði á þeim tíma samið um?


Skriflegt svar óskast.