Ferill 647. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1481  —  647. mál.
2. umræða.



Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (rafræn meðmæli o.fl.).

Frá meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra og Hjördísi Stefánsdóttur frá dómsmálaráðuneyti og Erlu S. Árnadóttur frá yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður.
    Nefndinni barst umsögn frá yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður.
    Í umsögn yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður er gerð athugasemd um notkun hugtaksins „rafræn undirskrift“ í frumvarpinu. Til þess að rafræn undirskrift hafi sömu réttaráhrif og eiginhandarundirritun þarf hún að vera útfærð rafræn undirskrift í skilningi laga um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti, nr. 55/2019. Útfærð rafræn undirskrift sé eina rafræna undirskriftin sem sé jafngild eiginhandarundirritun hvað réttaráhrif varðar. Leggur meiri hlutinn því til breytingu þess efnis.
    Meiri hlutinn leggur jafnframt til aðrar breytingar á frumvarpinu sem eru tæknilegs eðlis og ekki ætlað að hafa efnisleg áhrif. Að þessu virtu leggur meiri hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


     1.      Á eftir orðinu „með“ í efnismálslið b-liðar 2. gr. komi: útfærðri.
     2.      Á eftir orðinu „með“ í 1. málsl. 1. efnismgr. b-liðar 3. gr. komi: útfærðri.
     3.      Í stað orðanna „um atkvæðagreiðslu“ í 5. málsl. b-liðar 8. gr. komi: kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað.

Alþingi, 19. maí 2021.

Jón Þór Ólafsson,
form., frsm.
Andrés Ingi Jónsson. Brynjar Níelsson.
Guðjón S. Brjánsson. Hjálmar Bogi Hafliðason. Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Líneik Anna Sævarsdóttir. Óli Björn Kárason.