Ferill 723. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1538  —  723. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um ný verkefni Landspítala.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hefur Landspítali tekið við nýjum verkefnum frá árinu 2010? Ef svo er, hvaða verkefni eru það, hvenær tók spítalinn við þeim, hver var árlegur kostnaður vegna þeirra til ársins 2020 og hversu margir starfsmenn sinntu þeim? Hver sinnti þessum verkefnum áður en þau voru færð til Landspítala og hver var árlegur kostnaður vegna þeirra síðustu fimm árin í umsjón þess aðila?

    Á síðustu tíu árum hefur nokkur fjöldi verkefna verið færður til Landspítala. Meginástæður slíks flutnings eru þrjár. Í fyrsta lagi er um að ræða heilbrigðisþjónustu sem áður var veitt erlendis en vegna sérhæfðs mannafla og tækni hefur verið unnt að taka þá þjónustu upp á Landspítala. Í öðru lagi er um að ræða verkefni sem flutt hafa verið vegna samþættingar þjónustu. Í þriðja lagi er um að ræða þjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa samið um við þjónustuveitendur sem ekki hafa óskað eftir framlengingu á samningi.
    Í töflu hér á eftir er yfirlit yfir verkefni sem hafa verið flutt til Landspítala frá öðrum stofnunum á síðustu tíu árum. Í einhverjum tilvikum er erfitt að tilgreina frá hvaða stofnunum það hefur verið, t.d. í tilviki biðdeildar á Vífilsstöðum. Kostnaður er á verðlagi hvers árs. Þá eru tölur um greiðslur Sjúkratrygginga Íslands teknar úr kerfi sem nær einungis aftur til ársins 2014.
    Í töflunni má sjá fjölda stöðugilda hjá Landspítala í dag sem tengjast þessum verkefnum. Í sumum tilfellum eru þau áætluð út frá kostnaði þar sem starfsemi hefur blandast annarri starfsemi. Í tilviki verkefnis tengt St. Jósefsspítala er ekki unnt að telja saman stöðugildi þar sem starfsemin féll inn í starfsemi spítalans sem fyrir var. Sama má segja um verkefnin sem snúa að siglinganefnd Sjúkratrygginga Íslands. Þar liggja ekki fyrir upplýsingar um fjölda stöðugilda hjá fyrri þjónustuveitanda erlendis.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.