Ferill 775. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1656  —  775. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, og lögum um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs, nr. 155/2020 (framlenging úrræða o.fl.).

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Við 4. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Í stað orðsins „íþróttafélaga“ í 1. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: íþróttafélaga og æskulýðshreyfinga.
     2.      Á eftir 4. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (5. gr.)
                      Á eftir orðinu „íþróttastarfi“ í 2. málsl. 2. gr. laganna kemur: og æskulýðsstarfi.
                  b.      (6. gr.)
                      1. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Íþróttafélag og æskulýðshreyfing: Lögaðili innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, þ.m.t. einstakar deildir sem starfa á vegum lögaðilans, og lögaðili innan Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og annarra samtaka sem hafa í nafni æskulýðsstarfs þjónustusamning við mennta- og menningarmálaráðuneytið, þ.m.t. einstakar deildir sem starfa á vegum lögaðilans.
     3.      Á eftir 5. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Heiti laganna verður: Lög um greiðslur til íþróttafélaga og æskulýðshreyfinga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

Greinargerð.

    Íþrótta- og æskulýðsstarf er mikilvægt fyrir uppvöxt og þroska barna og unglinga. Lagt er til að sömu reglur gildi um greiðslur til æskulýðshreyfinga og íþróttafélaga vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Með því er jafnræði tryggt með aðilum óháð því hvort þeir sinni íþróttastarfi eða æskulýðsstarfi barna.