Ferill 563. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1699  —  563. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar).

Frá meiri hluta velferðarnefndar (ÓGunn, ÁsF, GIK, HSK, LRM, VilÁ).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „með“ í 1. tölul. komi: t.d.
                  b.      Í stað orðanna „Líkamleg valdbeiting“ í a-lið 6. tölul. komi: Líkamlegu valdi er beitt.
                  c.      Í stað orðsins „föstum“ í b-lið 6. tölul. komi: kyrrum.
                  d.      Á eftir b-lið 6. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Sjúklingi er gefið lyf gegn vilja hans í þeim tilgangi að hafa áhrif á hegðun hans.
                  e.      C-liður 6. tölul. orðist svo: Sjúklingi er neitað um umgengni við aðra.
                  f.      Við k-lið 6. tölul. bætist: á heilbrigðisstofnun.
     2.      Á eftir orðinu „nauðungar“ í 2. gr. komi: á heilbrigðisstofnunum.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „tilvikalýsingu vegna hvers tilviks“ í 2. mgr. c-liðar komi: lýsingu á hverju tilviki.
                  b.      Á eftir orðunum „um ákvörðunina“ í 2. málsl. 1. mgr. d-liðar komi: ef sjúklingur óskar þess eða samþykkir.
                  c.      Í stað orðanna „sex mánaða“ í 2. málsl. 3. mgr. d-liðar komi: þriggja mánaða.
                  d.      Í stað orðanna „framkvæmd nauðungar“ í 4. mgr. d-liðar komi: beitingu nauðungar.
                  e.      Við d-lið bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ráðherra skal setja reglugerð þar sem m.a. er kveðið nánar á um tíðni endurskoðunar ákvörðunar um beitingu nauðungar og skráningar með tilliti til ólíkra aðferða við beitingu nauðungar.
                  f.      Í stað orðsins „vegna“ í 4. mgr. h-liðar komi: til.
                  g.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
                  i. (27. gr. j.)

Reglugerð um beitingu nauðungar á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

                      Ráðherra skal setja reglugerð þar sem kveðið er nánar á um verklag og ákvarðanir um beitingu nauðungar á hjúkrunar- og dvalarheimilum.
     4.      Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2022“ í 4. gr. komi: 1. maí 2022.