Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 244  —  3. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


    Við bætist tveir nýir kaflar, XXI. KAFLI, Breyting á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010, með einni nýrri grein, 53. gr., og XXII. KAFLI, Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með einni nýrri grein, 54. gr., svohljóðandi:
     a.      (53. gr.)
                 Í stað „0,145%“ í 4. gr. laganna kemur: 0,376%.
     b.      (54. gr.)
                 Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2021“ í 1.–4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXIII og 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXIV í lögunum kemur: 31. desember 2022.

Greinargerð.

    Lagt er til að hækka hlutfall bankaskattsins svokallaða aftur í 0,376% vegna þess að lækkun bankaskattsins hefur ekki skilað þeim árangri sem stjórnvöld gerðu ráð fyrir. Með því að hækka bankaskattinn aftur í fyrra horf er hægt að auka tekjur ríkissjóðs um 6 milljarða kr. á ársgrundvelli.
    Þá er lagt til að átakið Allir vinna verði framlengt um eitt ár. Meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt til að átakið verði framlengt að hluta, en Flokkur fólksins telur rétt að framlengja átakið í heild sinni um heilt ár enda hefur það jákvæð áhrif á neytendur og minni fyrirtæki.