Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 267  —  3. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      1. gr. orðist svo:
             Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Ráðherra skal endurskoða fjárhæð og tilhögun kolefnisgjalds skv. I. kafla með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Áhrif kolefnisgjalds á eldsneytisnotkun, frá júní 2020, og leggja fram lagafrumvarp eða gera Alþingi grein fyrir þeirri endurskoðun eigi síðar en 1. mars 2022.
     2.      Í stað fjárhæðarinnar „2.400.000 kr.“ í a- og b-lið 19. gr. komi: 6.000.000 kr.
     3.      Á undan 60. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Í stað ártalsins „2021“ í 1. tölul. 3. mgr. og 1. tölul. 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV í lögunum kemur: 2022.