Ferill 296. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 411  —  296. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um stöðu framkvæmda í Reykjavík vegna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hefur snjallvæðing umferðarljósa eða aðrar nýjar tæknilausnir verið innleiddar í Reykjavík í samræmi við ákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins?
     2.      Hver er staðan á breytingu gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar?
     3.      Hver er staðan á lagningu Arnarnesvegar og gatnamóta við Breiðholtsbraut?
     4.      Er uppbygging hafin á Keldnalandi? Ef svo er, hver er staðan á henni?
     5.      Hvernig hefur leiðakerfi Strætós verið bætt í Reykjavík frá undirritun samgöngusáttmálans árið 2019?