Ferill 381. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 543  —  381. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðgerðir á ábyrgð ráðuneytisins gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað hefur verið gert til að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem eru á ábyrgð ráðuneytisins í þingsályktun nr. 35/149, um áætlun fyrir árin 2019–2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess? Svar óskast sundurliðað eftir aðgerðum og árum.
     2.      Hvaða fjármunum hefur verið varið til þeirra aðgerða? Svar óskast sundurliðað eftir aðgerðum og árum.
     3.      Hver hafa verið helstu umfjöllunarefni árlegs landssamráðsfundar um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, sem skv. lið C.12 aðgerðaáætlunarinnar átti fyrst að halda haustið 2019?
     4.      Hvenær var lokið ráðningu verkefnisstjóra skv. lið C.13 aðgerðaáætlunarinnar, hvar starfar hann og hversu hátt starfshlutfall er helgað eftirfylgni með aðgerðaáætluninni?
     5.      Hvað líður vinnu við endurskoðaða aðgerðaáætlun, sem skv. lið C.14 á að vinna í víðtæku samráði og leggja fyrir Alþingi eigi síðar en á haustþingi 2022?


Skriflegt svar óskast.