Ferill 264. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 571  —  264. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um ráðstöfun Byggðastofnunar á aflaheimildum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og skipa sem fengu úthlutað slíkum veiðiheimildum skv. 10. gr. a með heimild í 5. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, sundurliðað eftir fiskveiðiárum tímabilið 2018/2019–2020/2021 að báðum árum meðtöldum? Þess er óskað að eftirfarandi þættir verði tilgreindir: skráningarnúmer, nafn skips og einkennisstafir, eigandi þess, heimahöfn, stærð og útgerðarflokkur viðkomandi skips, úthlutað aflamark og úthlutaðar aflaheimildir frá Byggðastofnun, aflamark sem flutt hefur verið frá skipinu, afli skips, landaður afli í því byggðarlagi sem tilheyrir aflaheimildum Byggðastofnunar til skipsins. Aflatölur og aflamark taki til eftirtalinna tegunda: þorsks, ýsu, ufsa, steinbíts, gullkarfa, keilu og löngu.

    Leitað var til Byggðastofnunar varðandi þær upplýsingar sem óskað er eftir í fyrirspurninni. Samantektin er unnin upp úr tölulegum upplýsingum sem Byggðastofnun bárust frá Fiskistofu.
    Við yfirferð á samantektinni er nauðsynlegt að hafa í huga tilgang 10. gr. a. í lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, sem útfærður er í texta reglugerðar nr. 643/2016. Þar kemur skýrt fram að sá tilgangur sé að hámarka samfélagslegan ábata af þeim heimildum sem úthlutað er með öflugri atvinnustarfsemi sem viðheldur eða skapar heilsársstörf. Á þeim grundvelli gerir Byggðastofnun samninga um byggðafestu við vinnsluaðila, sem eftir atvikum eru einnig með útgerð og/eða í samstarfi við útgerðaraðila. Mikilvægur þáttur í því að ná þeim markmiðum sem sett eru felst í því að tryggja sem jafnasta hráefnisöflun árið um kring þannig að reka megi öfluga heilsársvinnslu með tilheyrandi atvinnuöryggi. Því hefur stofnunin m.a. eftirlit með því að umsamið vinnslumagn fari í gegnum vinnslu samningsaðila og að umsömdum fjölda starfa/ársverka sé skilað.
    Við yfirferð yfirlitanna sem fylgja svarinu virðist sem misræmis gæti við úthlutun viðkomandi aflamarks á einstök skip og þess afla sem þau landa í vinnsluhöfn á grundvelli samnings. Í þeim tilfellum er um það að ræða að samningsaðilar eru að nýta heimild 7. gr. reglugerðar nr. 643/2016 til skipta á tegundum sem henta viðkomandi vinnslu best. Er það gert með svokölluðum vistunarsamningum sem tryggja að umrætt aflamark skili sér til veiða og vinnslu samkvæmt áðurnefndum samningum um byggðafestu í viðkomandi byggðarlagi/atvinnusvæði. Er þá aflamark í einstökum tegundum flutt milli skipa til að ná fram þeirri aflasamsetningu sem hentar viðkomandi fiskvinnslu og þarf þá jafnvel að skipta á tegundum oftar en einu sinni. Í einhverjum tilfellum er einnig um það að ræða að samningsútgerðir hafi landað afla til vinnslunnar utan viðkomandi byggðarlags/atvinnusvæðis og hráefni til vinnslunnar þá verið flutt landleiðina. Ástæður geta m.a. verið veðuraðstæður og að viðkomandi hráefnisöflun sé aðeins hluti heildarafla viðkomandi útgerða sem stunda þá sínar veiðar að mestu annars staðar.
    Í fyrsta flipa samantektarinnar er samningsbundið aflamark í hverju byggðarlagi fyrir sig en í hinum flipunum er um að ræða summu aflamarksfærslna á skip á hverju fiskveiðiári. Mismunurinn á þessum tölum liggur í því að heimilt er að flytja hluta aflamarksins á milli ára og við upphaf tímabilsins stóð þannig á að rúm 1.200 þorskígildistonn voru flutt frá fyrra ári.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Eftirfarandi töflur sýna úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og skipa sundurliðað eftir fiskveiðiárunum 2018–2019, 2019–2020 og 2020–2021.

1.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


4.