Ferill 663. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 957  —  663. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um tryggingavernd og starfsemi Bjargráðasjóðs.

Frá Ernu Bjarnadóttur.


     1.      Hefur ráðherra látið gera úttekt á tryggingavernd sem Bjargráðasjóður veitir samkvæmt lögum um sjóðinn nr. 49/2009? Ef svo er, hvað hefur hún leitt í ljós?
     2.      Telur ráðherra þá tryggingavernd sem sjóðurinn veitir nægilega?
     3.      Felur það í sér mismunun gagnvart þeim rekstraraðilum sem falla undir tryggingavernd laganna þegar margir verða samtímis fyrir tjóni, eins og t.d. kali í túnum, og gripið er til sérstakra fjárveitinga í sumum tilvikum, en í öðrum verða takmarkaðar fjárveitingar að skiptast með ógagnsæjum hætti milli tjónþola með þeim afleiðingum að þeir bera jafnvel minni bætur úr býtum þó að um sambærilegt tjón sé að ræða?
     4.      Telur ráðherra að þessi staða kalli á einhver viðbrögð og þá hver?


Skriflegt svar óskast.