Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1099  —  318. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (erlend mútubrot).

(Eftir 2. umræðu, 30. maí.)


1. gr.

    Við 5. mgr. 81. gr. laganna bætist: nema vegna brota er varða við 109. gr. og 1. mgr. 264. gr. a þar sem fyrningarfrestur er 10 ár.
    

2. gr.

    Í stað orðanna „5 árum“ í 1. mgr. 109. gr. laganna kemur: 6 árum.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 264. gr. a laganna:
     a.      Orðin „í atvinnurekstri“ í 1. og 2. mgr. falla brott.
     b.      Á eftir orðunum „í opinberri eigu“ í 1. og 2. mgr. kemur: eða undir stjórn hins opinbera.
     c.      Í stað orðanna „í bága við starfsskyldur“ í 1. mgr. kemur: sem tengist starfsskyldum.
     d.      Í stað orðanna „í bága við starfsskyldur sínar“ í 2. mgr. kemur: sem tengist starfsskyldum hans.
     e.      Í stað orðanna „5 árum“ í 1. mgr. kemur: 6 árum.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.