Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1179  —  386. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (SVS, BjG, BGuðm, GRÓ, HKF, HildS, ÞórP).


     1.      1. efnismálsl. 2. gr. orðist svo: Skipstjórnarmenn veiðiskipa, sem hafa veiðileyfi í atvinnuskyni samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, eða sérveiðileyfi, skulu senda aflaupplýsingar stafrænt til Fiskistofu áður en veiðiferð lýkur.
     2.      Við c-lið 3. gr.
                  a.      Í stað 1. málsl. 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Dagsektir geta numið frá 10 þús. kr. til 1 millj. kr. fyrir hvern byrjaðan dag og heimilt er að ákveða þær sem hlutfall af tilteknum stærðum í rekstri eftirlitsskylds aðila. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu og fjárhagslegs styrkleika viðkomandi aðila.
                  b.      6. málsl. 2. mgr. orðist svo: Heimilt er að fella óinnheimtar dagsektir niður veiti aðilar síðar upplýsingar.
                  c.      Lokamálsliður 2. mgr. falli brott.
                  d.      Við bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                     Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu dagsekta í reglugerð.
     3.      Við b-lið 4. gr.
                  a.      Í stað 1. málsl. 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Dagsektir geta numið frá 10 þús. kr. til 1 millj. kr. fyrir hvern byrjaðan dag og heimilt er að ákveða þær sem hlutfall af tilteknum stærðum í rekstri eftirlitsskylds aðila. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu og fjárhagslegs styrkleika viðkomandi aðila.
                  b.      6. málsl. 2. mgr. orðist svo: Heimilt er að fella óinnheimtar dagsektir niður veiti aðilar síðar upplýsingar.
                  c.      Lokamálsliður 2. mgr. falli brott.
                  d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu dagsekta í reglugerð.
     4.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað 1. málsl. 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Dagsektir geta numið frá 10 þús. kr. til 1 millj. kr. fyrir hvern byrjaðan dag og heimilt er að ákveða þær sem hlutfall af tilteknum stærðum í rekstri eftirlitsskylds aðila. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu og fjárhagslegs styrkleika viðkomandi aðila.
                  b.      6. málsl. 2. mgr. orðist svo: Heimilt er að fella óinnheimtar dagsektir niður veiti aðilar síðar upplýsingar.
                  c.      Lokamálsliður 2. mgr. falli brott.
                  d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu dagsekta í reglugerð.
     5.      Á eftir 6. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Við 9. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Ákvörðun og innheimtu dagsekta.
     6.      Við 1. mgr. 7. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fiskistofa skal tilkynna með opinberum hætti um fyrirhugað eftirlit með fjarstýrðum loftförum.
     7.      Efnismálsgrein 8. gr. orðist svo:
                  Fiskistofu er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsinga sem verða til við rafrænt eftirlit og um eignarhald útgerðarfélaga og annarra upplýsinga sem stofnuninni berast og eru nauðsynlegar í þágu lögbundins eftirlits stofnunarinnar, í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt lögum á sviði fiskveiðistjórnar, að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
     8.      Við 11. gr.
                  a.      1. málsl. orðist svo: Fiskistofu er heimilt að eiga samstarf við útgerðaraðila um tímabundið verkefni um rafræna vöktun í fiskiskipum árin 2022, 2023 og 2024.
                  b.      Í stað orðsins „fiskveiðiskipum“ í 2. málsl. komi: fiskiskipum.
                  c.      Í stað orðanna „notkunar, eiginleika og gæða“ í 2. málsl. komi: notkun, eiginleikar og gæði.