Ferill 690. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1324  —  690. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs (lágmarkstryggingavernd, tilgreind séreign o.fl.).

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Í stað „fimm“ í 1. efnismálsl. 8. gr. komi: þrjú.
     2.      Við bætist nýr kafli, Breyting á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með einni nýrri grein, svohljóðandi:
                      Í stað „fimm“ í orðskýringunni Hlutdeildarlán í 2. gr., 1. málsl. 1. mgr. 29. gr. a og 2. tölul. 1. mgr. 29. gr. b laganna kemur: þrjú.
     3.      Við bætist nýr kafli, Breyting á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, með einni nýrri grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðanna „fyrstu fasteign“ í 2. málsl. 2. mgr. 25. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 27. gr. laganna kemur: fasteign ef kaupandi hefur ekki verið eigandi að fasteign undanfarin þrjú ár.

Greinargerð.

    Lagðar eru til þrjár breytingar á frumvarpinu:
     1.      Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð taki einnig til þeirra sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði samfellt í þrjú ár áður en sótt er um ráðstöfun séreignarsparnaðar, en ekki fimm ár eins og frumvarpið gerir ráð fyrir.
     2.      Ákvæði laga um húsnæðismál varðandi hlutdeildarlán taki einnig til þeirra sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði samfellt í þrjú ár áður en sótt er um hlutdeildarlán, en ekki fimm ár eins og núgildandi ákvæði gera.
     3.      Aukið svigrúm veðsetningarhlutfalls og greiðslubyrðarhlutfalls fyrstu kaupenda samkvæmt lögum um fasteignalán eigi einnig við um lántakendur sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði samfellt í þrjú ár áður en sótt er um húsnæðislán.