Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 206  —  205. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um börn í fóstri.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hvað hafa mörg börn verið send í fóstur, tímabundið, varanlegt eða styrkt, frá stofnun Barnaverndarstofu til dagsins í dag?
     2.      Hver er meðaltími þess sem börn eru í fóstri, skipt eftir varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri?
     3.      Hvað eru mörg uppkomin börn sem hafa verið í fóstri?
     4.      Hefur verið gerð könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna? Ef ekki, stendur til að kanna afdrif og aðstæður uppkominna fósturbarna? Er eitthvað sem stendur því í vegi?
     5.      Hversu mörg heimili hafa verið tekin út og fengið leyfi til þess að taka að sér fósturbörn?
     6.      Hvað hafa margir sótt um að gerast fósturforeldrar í kjölfar auglýsingaherferðar Barna- og fjölskyldustofu um fósturforeldra og fósturfjölskyldur er hófst í júní 2022?


Skriflegt svar óskast.