Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 480  —  409. mál.
1. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2022, sbr. lög nr. 72/2022.

Frá Ingu Sæland.

Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 1:
27 Örorka og málefni fatlaðs fólks
1. Við 27.40 Aðrar örorkugreiðslur (Önnur velferðarmál, lífeyristrygg.)
    07 Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
a.     Rekstrartilfærslur
650,0 800,0 1.450,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
650,0 800,0 1.450,0
2. Við bætist nýtt málefnasvið og nýr málaflokkur:
28 Málefni aldraðra
28.30 Þjónusta við aldraða og aðrar greiðslur, óta. aldraðra
    07 Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
a.     Rekstrartilfærslur
360,0 360,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
360,0 360,0


Greinargerð.

    Tillagan felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember 2022 til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, líkt og þeir hafa fengið undanfarin ár, skatta- og skerðingarlaust. Frumvarp ráðherra leggur til að eingreiðslan í ár verði skert um helming, úr 53.100 kr. í 27.772 kr. Það er með öllu óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja um jólin, sérstaklega í ljósi þess að verðlag hefur hækkað svo um munar, auk þess sem útgjöld vegna örorku almannatrygginga eru 4 milljörðum kr. lægri í ár en áætlað var í fjárlögum. Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.