Ferill 459. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 539  —  459. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um losun kolefnis og landbúnað.

Frá Högna Elfari Gylfasyni.


     1.      Mun ráðherra beita sér fyrir eflingu sauðfjárræktar í landinu og koma þannig í veg fyrir fyrirsjáanlegan skort á lambakjöti og frekara byggðahrun en þegar er orðið?
     2.      Hvaða útreikninga styðst íslenska ríkið við varðandi kolefnisspor landbúnaðar í kolefnisbókhaldi Íslands?
     3.      Hvaða íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á losun kolefnis vegna framleiðslu kindakjöts?
     4.      Hvernig er losun kolefnis reiknuð á hvert kíló framleidds kindakjöts á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.