Ferill 634. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 997  —  634. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um framboð á fjarnámi.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.

    Telur ráðherra að skilgreina ætti ákveðnar námsgreinar þar sem sérstök áhersla yrði lögð á framboð á fjarnámi, í ljósi þess að tiltekna þekkingu og þjónustu skortir í landsbyggðunum, t.d. til að uppfylla kröfur ríkisins um þjónustu við börn og fjölskyldur? Ef svo er, hvenær hyggst ráðherra hefja þá vinnu og með hvaða hætti?