Ferill 748. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1137  —  748. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu við intersex og trans fólk.

Frá Jódísi Skúladóttur.


     1.      Er ráðherra kunnugt um fjölda skráðra tilvika þar sem fólk, bæði fullorðnir og börn, fær ekki viðeigandi þjónustu innkirtlalæknis á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019?
     2.      Hefur áskilnaður 12. og 13. gr. laga um kynrænt sjálfræði um teymi sérfræðinga verið uppfylltur?
     3.      Telur ráðherra að nógu margir sérfræðingar starfi við heilbrigðisþjónustu sem veitt er intersex og trans fólki?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja að skjólstæðingar njóti heilbrigðisþjónustu samkvæmt fyrrnefndum lögum?


Skriflegt svar óskast.