Ferill 749. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1138  —  749. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um samning um orkusáttmála.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hyggst ráðherra leggja til úrsögn úr samningi um orkusáttmála (Energy Charter Treaty) í ljósi þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur aðild að samningnum grafa undan aðgerðum í loftslagsmálum og mun því ráðleggja aðildarríkjum ESB að segja sig frá honum?
     2.      Hefur reynt á ákvæði samningsins um gerðardómsmeðferð gagnvart Íslandi? Ef svo er, hvers eðlis voru þau mál og hver varð niðurstaða þeirra?