Ferill 792. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1209  —  792. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir Ísland árið 2040.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hvað felst í markmiði stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir Ísland árið 2040? Hvaða losun fellur þar undir og hver er hún í dag í kílótonnum CO2-ígilda?
     2.      Mun nettó-losun frá hverjum af fimm yfirflokkum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC), þ.e. Orka; Iðnaður og efnanotkun; Landbúnaður; Úrgangur; Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF), þurfa að vera núll til þess að Ísland teljist kolefnishlutlaust árið 2040?
     3.      Mun losun frá LULUCF vera undanskilin markmiði Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040 og ef svo er, hvers vegna?
     4.      Mun losun frá alþjóðasamgöngum vera undanskilin markmiði Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040 og ef svo er, hvers vegna?
     5.      Mun losun frá starfsemi sem fellur undir losunarheimildakerfi Evrópusambandsins (ETS) vera undanskilin markmiði Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040 og ef svo er, hvers vegna?
     6.      Telur ráðherra ástæðu til að auka gagnsæi með því að skilgreina nákvæmlega hvaða losunarflokkar liggja til grundvallar markmiðinu í lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál, í ljósi þess að mismunandi ríki skilgreina fyrrgreint markmið á mismunandi hátt með tilliti til umfangs?


Skriflegt svar óskast.