Ferill 849. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1314  —  849. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um auðkenningarleiðir.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða opinberu auðkenningarleiðir standa til boða sem uppfylla
                  a.      lágt fullvissustig,
                  b.      verulegt fullvissustig,
                  c.      hátt fullvissustig?
     2.      Hvaða mat fer fram til að tryggja að styrkur auðkenningarleiðar sé í samræmi við viðkvæmni þeirrar þjónustu sem stofnun veitir áður en ákvörðun er tekin um það fullvissustig sem fyrir valinu verður? Er tryggt að slíkt mat fari ávallt fram við innleiðingu aðgangsstýringar að rafrænni þjónustu hins opinbera?
     3.      Hvernig er tryggt að sérstakt tillit sé tekið til möguleika viðkvæmra hópa á að nýta sér rafræna þjónustu þegar mat fer fram á því hversu hás fullvissustigs er krafist af auðkenningarleið?
     4.      Hvernig er litið til möguleika fólks sem búsett er erlendis til að nota auðkenningarleiðir að opinberri þjónustu?


Munnlegt svar óskast.