Ferill 817. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1449  —  817. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Helgu Völu Helgadóttur um málefnasvið ráðherra.


     1.      Í ljósi orða ráðherra undir liðnum um fundarstjórn forseta á þingfundi 1. mars sl. kl. 15:58, getur ráðherra upplýst um hvaða málefnasvið heyra undir hans ráðuneyti eftir uppskiptingu á ráðuneytum við myndun nýrrar ríkisstjórnar árið 2021?
    Samkvæmt 10. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 6/2022, fer ráðuneytið með mál sem varða:
     1.      Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
     2.      Fræðslumál, þar á meðal:
                  a.      Leikskóla.
                  b.      Grunnskóla.
                  c.      Framhaldsskóla.
                  d.      Námsstyrki, þ.m.t. námsstyrkjanefnd.
                  e.      Lýðskóla.
                  f.      Tónlistarskóla.
                  g.      Listaskóla.
                  h.      Námskrárgerð.
                  i.      Námsgögn.
                  j.      Námsmat.
                  k.      Vinnustaðanámssjóð.
                  l.      Úrskurðarnefnd vegna kostnaðar við skólagöngu fósturbarna.
                  m.      Menntamálastofnun.
                  n.      Starfsréttindi bókasafns- og upplýsingafræðinga.
                  o.      Lögverndun starfsréttinda leik-, grunn- og framhaldsskólakennara.
                  p.      Starfsréttindi náms- og starfsráðgjafa.
     3.      Málefni barna og ungmenna, þar á meðal:
                  a.      Samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
                  b.      Barnavernd.
                  c.      Ráðgjöf vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir og búsetu þeirra utan heimilis skv. 20. og 21. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og setningu reglugerðar skv. 3. mgr. 21. gr., sbr. og 6. tölul. 1. mgr. 40. gr. laganna.
                  d.      Málefni barna og ungmenna skv. VIII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
                  e.      Barna- og fjölskyldustofu.
                  f.      Ráðgjafar- og greiningarstöð.
                  g.      Æskulýðslög.
     4.      Íþróttamál, þar á meðal:
                  a.      Málefni þjóðarleikvanga.
                  b.      Frjáls félagasamtök.
                  c.      Íþróttasjóði.
                  d.      Íslenskar getraunir.
                  e.      Launasjóð stórmeistara í skák og Skákskóla Íslands.
                  f.      Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

     2.      Heyra öll málefnasvið sem áður voru í mennta- og menningarmálaráðuneyti á kjörtímabilinu 2017–2021 undir hans ráðuneyti?
    Samkvæmt þingsályktun nr. 6/152 um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands breyttist nafn mennta- og menningarmálaráðuneytisins í mennta- og barnamálaráðuneyti þegar fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands var breytt 1. febrúar 2022. Ráðuneytið varðveitir því gögn sem tilheyrðu mennta- og menningarmálaráðuneyti á tímabilinu 2017–2021 og fer með málefni skóla og fræðslu, æskulýðs- og íþróttamál, sem áður voru í þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneyti, auk málaflokka sem fluttust til ráðuneytisins frá þáverandi félagsmálaráðuneyti. Aðrir málaflokkar sem voru í mennta- og menningarmálaráðuneyti fóru í önnur ráðuneyti.