Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1475  —  295. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Evu Sjöfn Helgadóttur um meðalbiðtíma eftir búsetuúrræðum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hefur meðalbiðtími verið eftir dvöl á áfangaheimili fyrir fólk með vímuefnavanda undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     2.      Hver er fjöldi plássa á áfangaheimilum fyrir fólk með vímuefnavanda? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     3.      Hver hefur meðalbiðtími verið eftir dvöl í sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk sem þarf mikinn stuðning undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     4.      Hver er fjöldi plássa í sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk sem þarf mikinn stuðning? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     5.      Hver hefur meðalbiðtími verið eftir dvöl í sértæku húsnæði fyrir fólk með alvarlegan geðrænan vanda undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgasvæðinu.
     6.      Hver er fjöldi plássa í sértæku húsnæði fyrir fólk með alvarlegan geðrænan vanda? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     7.      Hver hefur meðalbiðtími verið eftir dvöl í húsnæðisúrræðum fyrir heimilislausa undanfarin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
     8.      Hver er fjöldi plássa í húsnæðisúrræðum fyrir heimilislausa? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.


    Umbeðnar upplýsingar lágu ekki fyrir og því var fyrirspurn send til forsvarsmanna félagsþjónustu hvers sveitarfélags. Svör bárust frá 26 sveitarfélögum.
    Flest sveitarfélaganna flokka fatlað fólk með alvarlegan geðrænan vanda ekki frá öðru fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir, hvorki á biðlista né í búsetuúrræðum, og því teljast einstaklingar með alvarlegan geðrænan vanda með í flokki fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir í þessari samantekt nema annað sé tilgreint.
    Heimilislausir einstaklingar með lögheimili í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi nýta úrræði í Reykjavík samkvæmt samstarfssamningi.
    Ef höfuðborgarsvæðið er frátalið þá er einungis að finna áfangaheimili og sértækt húsnæði fyrir fólk með alvarlegan geðrænan vanda á Akureyri.
    Eftirfarandi tafla sýnir meðalbiðtíma í mánuðum.


Áfangaheimili fyrir fólk með vímuefnavanda
Sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk sem þarf mikinn stuðning Sértækt húsnæði fyrir fólk með alvarlegan geðrænan vanda

Húsnæðisúrræði fyrir heimilislausa
Sveitarfélag Fjöldi plássa Meðalbiðtími Fjöldi plássa Meðalbiðtími Fjöldi plássa Meðalbiðtími Fjöldi plássa Meðalbiðtími
Garðabær 0 18 25,3 0 0
Hafnarfjörður 0 66 73,8 6 60 0
Kópavogur 8 53 22 0 0
Mosfellsbær 0 46 26,4 0 0
Reykjavík 32 4,4 277 1 50,5 127 2 16,2 57 14,3
Seltjarnarnes 0 4 0 0
Utan höfuðborgarsvæðis 13 36 192 25 15 12,3 0
Samtals 53 656 148 57
    

1     Auk þess húsnæði með stuðningi: 46.
2     Auk þess húsnæði með stuðningi: 74.