Ferill 960. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1504  —  960. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um börn í afreksíþróttum.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hvernig er hugað að börnum í afreksíþróttum með tilliti til þess að þau séu ekki undir of miklu álagi andlega og líkamlega og endi ekki í kulnun? Hefur ráðuneytið greint þetta sérstaklega?
     2.      Liggur fyrir stefna um mörk afreksíþrótta þegar börn eiga í hlut?
     3.      Eru gerðar einhvers konar úttektir á því hvort íþróttafélög og aðrir aðilar sem bjóða upp á íþróttir á afreksstigi fyrir börn séu að huga að þessum atriðum?
     4.      Er haldið utan um meiðsli hjá börnum í afreksíþróttum hér á landi?


Skriflegt svar óskast.