Ferill 962. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1506  —  962. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skimun fyrir krabbameini.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Stendur til að bjóða upp á skimun fyrir brjóstakrabbameini fyrir konur yngri en 40 ára í ljósi þess að 215 konur undir 40 ára aldri hafa greinst með brjóstakrabbamein sl. 20 ár?
     2.      Hversu margar konur hafa greinst með brjóstakrabbamein við fyrstu skimun sem boðað er í þegar þær ná 40 ára aldri? Óskað er eftir sundurliðun fyrir sl. 10 ár.
     3.      Stendur til að endurskoða það fyrirkomulag að bjóða konum að fara í skimun fyrir leghálskrabbameini aðeins á þriggja ára fresti, í stað tveggja eins og áður var?


Skriflegt svar óskast.