Ferill 1004. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1601  —  1004. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um stöðu ungra langveikra einstaklinga.

Frá Ástrós Rut Sigurðardóttur.


     1.      Hversu mörg langveik börn hafa orðið 18 ára á hverju ári sl. 5 ár?
     2.      Hvaða breytingar verða á réttindum langveikra einstaklinga þegar þeir ná 18 ára aldri? Hvaða breytingar verða á réttindum foreldra þeirra við sömu tímamót?
     3.      Hefur verið gerð samantekt og greining á fjárhagslegum áhrifum þess á langveika einstaklinga og aðstandendur þeirra þegar þeir verða lögráða?
     4.      Hvað hefur ráðherra gert til að bæta þjónustu við langveika einstaklinga og tryggja betri tengingu milli þjónustukerfa þegar þeir verða lögráða?


Skriflegt svar óskast.