Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1663  —  283. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Ásmundi Friðrikssyni um búsetuúrræði umsækjenda um alþjóðlega vernd.


     1.      Hversu mörg hótel, fjölbýlishús, íbúðir og herbergi hafa verið leigð handa umsækjendum um alþjóðlega vernd á yfirstandandi ári? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum og sveitarfélögum.
    Í meðfylgjandi töflu má sjá fjölda herbergja sem íslensk stjórnvöld tóku á leigu á árinu 2022 í tengslum við búsetu umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi, þ.m.t. hótelherbergi og aðrar herbergjaeiningar, greint eftir mánuðum og sveitarfélögum.

Sveitarfélag jan feb mar apr maí jún júl ág sept okt nóv des Samtals
Hafnarfjörður 92 52 144
Reykjanesbær 50 144 21 28 243
Reykjavík 21 117 33 19 23 40 22 40 315
Suðurnesjabær 52 52
Vestmannaeyjar 15 15
Samtals 163 0 117 196 0 85 0 19 44 83 22 40 769

    Á árinu 2023 hafa verið opnuð úrræði í tveimur sveitarfélögum til viðbótar. Þau eru Bláskógabyggð (Laugarvatn) og Grindavík.

     2.      Hver hefur verið kostnaður ríkisins mánuð hvern á yfirstandandi ári vegna leigu á búsetuúrræðum, öryggiseftirlits, umsjónar húsnæðis og kaupa og viðhalds á heimilistækjum og húsgögnum handa umsækjendum um alþjóðlega vernd?
    Í meðfylgjandi töflu má sjá kostnað ríkisins í hverjum mánuði í milljónum króna talið á árinu 2022 vegna leigu á búsetuúrræðum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, þ.m.t. vegna öryggiseftirlits, umsjónar húsnæðis og kaupa og viðhalds á heimilistækjum og húsgögnum, eftir því sem við hefur átt.

Mánuður Kostnaður í millj. kr.
Janúar 27,1
Febrúar 27,1
Mars 27,1
Apríl 49,5
Maí 51,2
Júní 59,5
Júlí 59,5
Ágúst 61,4
September 61,4
Október 70,9
Nóvember 70,9
Desember 81,4

     3.      Hver hefur verið meðalfjöldi fermetra á mann í þessum búsetuúrræðum mánuð hvern á yfirstandandi ári?
    Í meðfylgjandi töflu má sjá meðaltal fermetra fyrir hvern einstakling í búsetuúrræðum á vegum íslenskra stjórnvalda fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á árinu 2022, greint eftir mánuðum, en inni í fermetratölunni eru sameiginleg rými sem og rými sem nýtt eru fyrir öryggisverði og starfsmenn Vinnumálastofnunar til viðbótar við það rými sem hver umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur til umráða.

Mánuður Meðaltal fermetra fyrir hvern einstakling
Janúar 12,9
Febrúar 12,9
Mars 12,9
Apríl 14,7
Maí 15,8
Júní 16,1
Júlí 16,1
Ágúst 16,3
September 16,3
Október 15,7
Nóvember 15,7
Desember 15,8