Ferill 805. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Nr. 11/153.

Þingskjal 1683  —  805. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn, nr. 145/2022 og nr. 329/2022 um breytingar á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, nr. 333/2022 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn og nr. 337/2022 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirfarandi ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar:
     1.      Ákvörðun nr. 59/2021 frá 5. febrúar 2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2102 frá 26. október 2016 um aðgengi vefsetra opinberra aðila og smáforrita þeirra fyrir fartæki.
     2.      Ákvörðun nr. 145/2022 frá 29. apríl 2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/879 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar tapþol og endurfjármögnunargetu lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og tilskipun 98/26/EB.
     3.      Ákvörðun nr. 329/2022 frá 9. desember 2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
                  a.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/2259 frá 15. desember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1286/2014 að því er varðar framlengingu á umbreytingarfyrirkomulagi fyrir rekstrarfélög, fjárfestingarfélög og aðila sem veita ráðgjöf um eða selja hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða og sjóða sem ekki eru verðbréfasjóðir.
                  b.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/2261 frá 15. desember 2021 um breytingu á tilskipun 2009/65/EB að því er varðar notkun rekstrarfélaga verðbréfasjóða á lykilupplýsingaskjölum.
     4.      Ákvörðun nr. 333/2022 frá 9. desember 2022 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1724 frá 2. október 2018 um að koma á sameiginlegri stafrænni gátt til að veita aðgang að upplýsingum, málsmeðferðarreglum og aðstoð og þjónustu til lausnar á vandamálum og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012.
     5.      Ákvörðun nr. 337/2022 frá 9. desember 2022 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1808 frá 14. nóvember 2018 um breytingu á tilskipun 2010/13/ESB um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu (tilskipun um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu) í ljósi breytinga á markaðsaðstæðum.

Samþykkt á Alþingi 3. maí 2023.