Ferill 1048. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1687  —  1048. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um samskipti sýslumanns og barnaverndar.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hafa starfsmenn barnaverndar, þ.e. stjórnvöld sem fara með barnavernd samkvæmt barnaverndarlögum, lagaheimild til afskipta af afgreiðslu sýslumanns á beiðnum um breytingu á forsjá barns sem hefur verið undir eftirliti barnaverndar og grípa inn í eða stöðva fyrirætlanir foreldris um að færa forsjá barns síns t.d. til náins ættingja? Telur ráðherra að slík framkvæmd sé í samræmi við niðurstöðu Landsréttar í dómi nr. 260/2021?
     2.      Hefur sýslumaður fengið erindi og jafnvel fyrirmæli frá barnavernd um að annaðhvort afgreiða ekki eða tefja afgreiðslu slíkra beiðna á þeim grundvelli að breyting á forsjá sé t.d. ekki í samræmi við áætlun barnaverndar?
     3.      Er sýslumanni heimilt samkvæmt lögum að verða við slíkum fyrirmælum barnaverndar?
     4.      Er munur á afgreiðslutíma breytinga á forsjá, í málum þar sem forsjá er færð yfir til annars en hins foreldrisins, annars vegar í málum þar sem barnavernd hefur afskipti af umræddu barni og hins vegar í málum þar sem engin slík vinnsla hefur verið hjá barnavernd?


Skriflegt svar óskast.