Ferill 1055. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1727  —  1055. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um kínverska rannsóknamiðstöð.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig var starfsemi rannsóknamiðstöðvar sem Heimskautastofnun Kína (PRIC) rekur á Kárhóli metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi?
     2.      Hvaða samráð átti sér stað við samstarfsaðila Íslands í þjóðaröryggismálum, þar á meðal á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, áður en rekstur miðstöðvarinnar var heimilaður? Lýstu þeir aðilar áhyggjum af starfseminni?
     3.      Hvaða skilyrði settu stjórnvöld fyrir starfsemi miðstöðvarinnar út frá þjóðaröryggissjónarmiðum? Hvernig hefur því verið fylgt eftir að starfsemin uppfylli þau skilyrði?
     4.      Hvaða eftirlit hafa stjórnvöld með starfsemi miðstöðvarinnar út frá þjóðaröryggi?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Fyrirspurninni er nú beint til utanríkisráðherra vegna þeirra upplýsinga sem fram koma í svari forsætisráðherra á þskj. 1662 við fyrirspurn á yfirstandandi þingi.