Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1947  —  154. mál.




Skýrsla


forsætisráðherra um hvað fátækt kostar samfélagið,
samkvæmt beiðni.



    Með beiðni á þskj. 155 frá Halldóru Mogensen og fleiri alþingismönnum var þess óskað að forsætisráðherra flytji Alþingi skýrslu um hvað fátækt kostar samfélagið þar sem tekið verði tillit til áætlaðs afleidds kostnaðar sem fellur til vegna fátæktar, þ.e. kostnaðar sem fellur á heilbrigðisþjónustuna, félagslega þjónustu ríkis og sveitarfélaga, lögreglu, dómskerfið og fangelsis- og menntakerfið o.fl. Í skýrslunni verði fjallað um áætlaðan samfélagslegan kostnað fátæktar hvað varðar opinbera aðila á borð við ríki og sveitarfélög en einnig fjallað um almennan samfélagslegan kostnað sem fellur ekki með beinum hætti á ríkið heldur á einstaklinga, heimili og fyrirtæki.
    Markmið skýrslunnar er að fjalla almennt um umfang og þróun fátæktar, kostnað vegna fátæktar og mögulegar aðgerðir. Með því að stjórnvöld leggi mat á stöðu fátæktar er reynt að fanga þróun í samfélaginu. Fátækt er samsett hugtak sem byggist ekki einungis á fjárhagslegum þáttum, heldur einnig huglægu mati einstaklings og samfélags um það hvað það er sem þarf til að teljast eða viðhalda ásættanlegum lífsgæðum í viðkomandi samfélagi. Til að greina og meta samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi þarf að steypa saman nokkrum ólíkum gagnasöfnum sem varða fjárhagslega, félagslega, menntunarlega, húsnæðislega og heilsufarslega þætti. Þau gögn voru ekki öll aðgengileg við vinnslu þessarar samantektar, heldur einungis að hluta til.
    Lágtekjumörk eru hin afstæða og almenna mæling á tekjum sem gefur vísbendingar um hverjir teljist fátækir, út frá tekjudreifingu í landinu.


Fylgiskjal.


Fátækt og áætlaður samfélagslegur kostnaður
skýrsla forsætisráðherra.

www.althingi.is/altext/pdf/153/fylgiskjol/s1947-f_I.pdf