Ferill 1152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1963  —  1152. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Frá Kristrúnu Frostadóttur.


     1.      Hver er lengsta vegalengd sem fólk þarf að fara til að nálgast fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu líkt og heilsugæslu? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
     2.      Hvaða viðmið gilda um endurgreiðslu ferðakostnaðar og gilda þau einnig fyrir þau sem sækja sér þjónustu heilsugæslu um langan veg? Eru viðmiðin hin sömu fyrir börn og fullorðna?
     3.      Hvernig er fólki sem býr utan höfuðborgarsvæðisins tryggt aðgengi að þjónustu sérfræðilækna í heimabyggð? Átt er við þjónustu sem unnt er að veita á heilsugæslustöð án flókins tækjabúnaðar, svo sem eftirlit háls-, nef-, og eyrnalækna, barnalækna o.fl. Hvernig er niðurgreiðslu sérfræðiþjónustu háttað fyrir einstaklinga á landsbyggðinni?


Skriflegt svar óskast.