Ferill 1122. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Nr. 22/153.

Þingskjal 1968  —  1122. mál.


Þingsályktun

um að fordæma ólöglegt brottnám úkraínskra barna.


    Alþingi fordæmir harðlega ólöglegt og kerfisbundið brottnám úkraínskra barna á hernumdum svæðum rússneska hersins í Úkraínu og flutning þeirra, jafnt innan þeirra svæða og til Rússlands og Belarúss. Það er eindregin afstaða Alþingis að rússnesk stjórnvöld skuli þegar í stað láta af brottnámi barna sem brýtur í bága við alþjóðleg mannúðarlög og telst stríðsglæpur, eins og nýlega hefur verið áréttað í yfirlýsingu leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík. Jafnframt beri með öllum tiltækum ráðum að tryggja að þeim börnum sem flutt hafa verið til Rússlands eða Belarúss, eða innan hernuminna svæða í Úkraínu, verði tafarlaust komið til foreldra sinna eða annarra forráðamanna undir eftirliti alþjóðasamfélagsins og að rússnesk stjórnvöld og aðrir gerendur verði dregin til ábyrgðar.

Samþykkt á Alþingi 5. júní 2023.