Ferill 894. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2020  —  894. mál.
Síðari umræða.



Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028.

Frá 2. minni hluta fjárlaganefndar (SigurjÞ).


     1.      Við töfluna Rekstraryfirlit fyrir ríkissjóð (A1-hluta) árin 2024–2028. Eftirfarandi liðir breytist sem hér segir:
                  a.      Liðurinn Skatttekjur hækki um 9 ma.kr. á ári.
                  b.      Liðurinn Aðrar tekjur hækki um 7 ma.kr. á ári.
     2.      Við töfluna Heildarútgjöld málefnasviða árin 2024–2028 og töfluna Útgjaldarammar málefnasviða árin 2024–2028. Eftirfarandi liðir breytist sem hér segir:
                  a.      Liðurinn 23 Sjúkrahúsþjónusta hækki um 3 ma.kr. á ári.
                  b.      Liðurinn 25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta hækki um 2 ma.kr. á ári.
                  c.      Liðurinn 27 Örorka og málefni fatlaðs fólks orðist svo:
M.kr. á verðlagi 2023 2024 2025 2026 2027 2028
27 Örorka og málefni fatlaðs fólks
Samkvæmt frumskjali
100.203                110.111 114.041 116.559     119.343
Breyting
9.908 3.930 2.518 2.784 0
Samtals
110.111 114.041 116.559 119.343 119.343
                  d.      Liðurinn 31 Húsnæðis- og skipulagsmál hækki um 3,7 ma.kr. á ári.

Greinargerð.

    Í 1. tölul. eru lagðar til breytingar á tekjuhlið fjármálaáætlunar til að endurspegla auknar tekjur af hækkun bankaskatts, 9 ma.kr., og hækkun veiðigjalds, 7 ma.kr.
    Í 2. tölul. eru lagðar til nokkrar breytingar á útgjaldaramma fjögurra málefnasviða á gjaldahlið:
    Í a-lið er lagt til að framlög á málefnasviði 23 hækki um 3 ma.kr. á ársgrundvelli til að efla geðheilbrigðisþjónustu.
    Í b-lið er lagt til að framlög á málefnasviði 25 hækki um 2 ma.kr. á ársgrunvdelli til að efla megi endurhæfingarúrræði vegna fíknisjúkdóma.
    Í c-lið er lagt til að hækkun framlaga á málefnasviði 27 í tengslum við heildarendurskoðun örorku almannatrygginga komi til framkvæmda ári fyrr.
    Í d-lið er lagt til að framlög á málefnasviði 31 hækki um 3,7 ma.kr. á ársgrundvelli til að efla frekar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.