Ferill 1041. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2208  —  1041. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni um ávísun ópíóíðalyfja.


     1.      Hversu miklu var ávísað af ópíóíðalyfjunum fentanýli og oxýkontíni árin 2018–2022? Svar óskast sundurliðað eftir árum og tegund lyfs.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í töflunni er vísað í DDD sem er skammstöfun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fyrir skilgreinda dagskammta lyfs.

     2.      Hvernig er eftirliti háttað með ávísun þessara lyfja?
    Embætti landlæknis hefur eftirlit með ávísunum lækna og tannlækna á lyf. Fylgst er sérstaklega með ávísunum ávana- og fíknilyfja sem og sjálfsávísunum lækna og tannlækna. Skoðað er sérstaklega hvort læknir/tannlæknir ávísi óvenjulega mikið af ákveðnum lyfjum eða hvort einstaklingur sé að fá óvenjulega mikið af lyfjum ávísað frá jafnvel mismunandi læknum/tannlæknum. Embættinu berast einnig ábendingar frá öðrum aðilum, apótekum, læknum og fleirum. Bregst embættið við mismunandi eftir alvarleika mála svo sem með leiðbeinandi bréfum, fundum og tilmælum en einnig með úrræðum svo sem áminningu, takmörkun á rétti til ávísunar lyfja eða sviptingu starfsleyfis, sbr. IV. kafla laga um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007.