Ferill 1141. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2223  —  1141. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Kristrúnu Frostadóttur um fjölda legurýma.


     1.      Hver er fjöldi legurýma á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri?
    Í starfsemistölum Landspítala vegna maí 2023 kemur fram að meðalfjöldi opinna rýma sé 626. Um síðustu áramót færðist rekstur Vífilsstaða frá Landspítala til Heilsuverndar en þar voru 42 rými sem færðust á milli rekstraraðila. Landspítali hefur forgang í þau legurými og nýtir þau eftir þörfum.
    Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru 106 legurými (sjúkrarými).

     2.      Hver er fjöldi legurýma á öðrum heilbrigðisstofnunum um land allt? Svar óskast sundurliðað eftir heilbrigðisstofnunum og tegund rýma eftir sérgreinum.
    Undir legurými flokkast öll þau rými sem ætluð eru til innlagnar, þ.e. sjúkrarými, endurhæfingarrými, geðrými, hjúkrunarrými og dvalarrými. Tæplega þrjú þúsund hjúkrunar- og dvalarrými er á landsvísu og eru ýmist rekin af ríkinu, þ.e. á heilbrigðisstofnunum (475 hjúkrunarrými), sveitarfélögum eða sjálfseignarstofnunum. Í fyrirspurninni er spurt um fjölda legurýma á heilbrigðisstofnunum og miðast svarið við það.

Landspítali
Skurðlækningasvið 86
Hjarta-, æða- og krabbameinssvið 87
Kvenna- og barnasvið 98
Lyflækninga- og bráðasvið 112
Öldrunar- og endurhæfingarsvið 146
Geðsvið 97
Sjúkrahúsið á Akureyri
Skurðlækningadeild 20
Lyflækningadeild 1 23
Gjörgæsludeild 5
Barnadeild 8
Geðdeild 10
Kristnesspítali 32
Fæðingardeild 8
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranes – Handlækningadeild 14
Akranes – Kvennadeild 10
Akranes – Lyflækningadeild 16
Hólmavík – Hjúkrunardeild 7
Hvammstangi – Hjúkrunardeild 15
Stykkishólmur – Sjúkradeild 6
Stykkishólmur – Hjúkrunardeild 15
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Ísafjörður – Eyri hjúkrunarheimili 30
Ísafjörður – Fæðingardeild 1
Ísafjörður – Sjúkradeild 15
Ísafjörður – Öldrunardeild 18
Bolungarvík – Hjúkrunarheimili 10
Patreksfjörður – Hjúkrunardeild (hjúkrunarrými) 11
Patreksfjörður – Legudeild 2
Þingeyri – Tjörn (hjúkrunarrými) 6
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Blönduós – Sjúkrarými 3
Blönduós – Hjúkrunarrými 22
Blönduós – Dvalarrými 9
Sauðárkrókur – Sjúkrarými 9
Sauðárkrókur – Hjúkrunarrými 45
Sauðárkrókur – Dvalarrými 9
Fjallabyggð – Sjúkrarými 3
Fjallabyggð – Hjúkrunarrými 20
Húsavík – Sjúkrarými 8
Húsavík – Hjúkrunarrými 54
Húsavík – Dvalarrými 7
Heilbrigðisstofnun Austurlands
Neskaupstaður – sjúkrarými 23
Neskaupstaður – hjúkrunarrými 10
Egilsstaðir – sjúkrarými 4
Egilsstaðir – hjúkrunarrými Dyngja 32
Seyðisfjörður – hjúkrunarrými Fossahlíð 18
Eskifjörður – hjúkrunarrými Hulduhlíð 20
Fáskrúðsfjörður – hjúkrunarrými Uppsalir 20
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Selfoss – Lyflækningadeild 18
Selfoss – Lyflækningadeild – líknardeild 4
Selfoss – Hjúkrunardeildir 102
Vestmannaeyjar – Sjúkradeild 9
Vestmannaeyjar – Sjúkradeild – hjúkrunarrými 9
Vestmannaeyjar – Hraunbúðir 34
Höfn – Sjúkrarými 3
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Lyflækningadeild 23
Fæðingarvakt 4
Víðihlíð í Grindavík (hjúkrunarrými) 20

     3.      Hver var fjöldi legurýma á tímabilinu 2008–2022? Svar óskast sundurliðað eftir ári.
    Sjá töflu í fylgiskjali.

     4.      Hver var nýting legurýma á sama tímabili?
    Sjá töflu í fylgiskjali.
    Þar sem raungögn lágu ekki fyrir aftur í tímann í öllum tilfellum varð að fá fjölda rýma miðað við fjárveitingu stofnana. Því getur nýtingarhlutfall í einhverjum tilfellum miðast við annan fjölda rýma en þann sem kemur fram í töflunni.

     5.      Eru áform um fjölgun legurýma á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum á tímabilinu 2024–2028? Ef svo er, er gert ráð fyrir þeirri fjölgun í fjármálaáætlun? Á hvaða mati byggist ákvörðun um fjölda rýma?
    Fjöldi og gerð legurýma á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins ræðst af þörfinni fyrir rýmin, möguleikanum á að veita þjónustu á hverjum stað með tilliti til mannafla, aðstöðu og búnaðar. Í skýrslu McKinsey frá árinu 2021 um framtíðarþróun þjónustu Landspítala er spáð fyrir um rýmisþörf og áætlað að heildarþörfin árið 2026 verði 729 rými á Landspítala, en með opnun meðferðarkjarnans á Hringbraut er áætlað að heildarfjöldi rýma verið 730. Aukin rýmaþörf er fyrst og fremst til komin vegna markmiða um að lækka núverandi rýmisnýtingu úr 97% niður í 85% hlutfall. Búist er við mestum vexti á rýmum á sviði lyflækninga- og bráðaþjónustu. Unnið er í átt að því markmiði.
    Fjöldi legurýma á sjúkrahúsum er í alþjóðlegum samanburði mældur í fjölda rýma á hverja 1000 íbúa. Í þeim samanburði hefur Ísland verið á svipuðum stað og Norðurlandaþjóðirnar. Legurými á þúsund íbúa hér á landi er 2,85, í Svíþjóð eru þau 2,1 á hverja þúsund íbúa, í Danmörku 2,6 og Noregi 3,4.
    Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er fjallað um að fækkun legurýma á undanförnum árum sé í takt við þróun norrænna heilbrigðiskerfa og sé m.a. vegna tækniframfara í meðferðartækni, styttri legutíma og aukinni áherslu á meðhöndlun sjúklinga á dag- og göngudeildum.
    Á síðari árum hafa sjúkrahúsin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í einhverjum tilfellum fengið viðbótarfjármagn til að fjölga sjúkrarýmum tímabundið til að bregðast við aukinni þörf Landspítala, m.a. vegna álags tengt Covid-19 og skorts á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Rekstur slíkra viðbótarrýma hættir þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.
    Jafnframt hefur sú þróun átt sér stað á undanförnum árum hjá heilbrigðisstofnunum á Landsbyggðinni að breyta sjúkrarýmum í hjúkrunarrými þar sem talið er að hjúkrunarrýmin mæti frekar þörfinni fyrir legurými heldur en sjúkrarými.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal.
    


    






Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



1    Tímabundið sett niður í 20 rými vegna manneklu.