Ferill 1190. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2228  —  1190. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um styrki og samstarfssamninga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða fyrirtæki og félagasamtök hafa notið styrks frá ráðuneytinu, undirstofnunum þess eða sjóðum á vegum ráðuneytisins eða undirstofnana þess eða gert samstarfssamning við þessa aðila frá 1. janúar 2017 þar til nú, þar sem samanlögð upphæð styrks eða fjárhæð í samstarfssamningi var 10 millj. kr. eða hærri? Svar óskast sundurliðað eftir árum, eftir því hvers eðlis styrkur eða samstarfssamningur var og eftir því hversu oft styrkur eða samstarfssamningur var endurnýjaður.

    Eftirfarandi tafla sýnir þá styrki og samstarfssamninga sem ráðuneytið hefur gert við fyrirtæki og félagasamtök frá 1. janúar 2017 til 1. júlí 2023, þar sem samanlögð upphæð styrks eða fjárhæð í samstarfssamningi var 10 millj. kr. eða hærri. Samningar og styrkir eru sundurliðaðir eftir árum, eftir því hvers eðlis styrkur eða samstarfssamningur var og eftir því hversu oft styrkur eða samstarfssamningur var endurnýjaður. Stofnanir sem heyra stjórnarfarslega undir ráðuneytið veittu hvorki styrki né gerðu samstarfssamninga sem spurt er um við fyrirtæki og félagasamtök á tímabilinu. Þá fengu ein félagasamtök styrk úr Jafnréttissjóði Íslands á tímabilinu þar sem samanlögð styrkfjárhæð náði fjárhæðarviðmiðinu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Styrkir til fyrirtækja og félagasamtaka úr Jafnréttissjóði Íslands á tímabilinu þar sem samanlögð styrkfjárhæð var 10 millj. kr. eða hærri:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.