Ferill 1197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2258  —  1197. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um styrki og samstarfssamninga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða fyrirtæki og félagasamtök hafa notið styrks frá ráðuneytinu, undirstofnunum þess eða sjóðum á vegum ráðuneytisins eða undirstofnana þess eða gert samstarfssamning við þessa aðila frá 1. janúar 2017 þar til nú, þar sem samanlögð upphæð styrks eða fjárhæð í samstarfssamningi var 10 millj. kr. eða hærri? Svar óskast sundurliðað eftir árum, eftir því hvers eðlis styrkur eða samstarfssamningur var og eftir því hversu oft styrkur eða samstarfssamningur var endurnýjaður.

    Innviðaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar 2022 og miðast svarið við það. Tilteknir eru styrkir og samningar sem gerðir hafa verið eftir að ráðuneytið var stofnað ásamt þeim samningum sem voru í gildi þegar ráðuneytið tók til starfa.
    Undir ráðuneytið heyra sjö stofnanir: Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA), Samgöngustofa, Skipulagsstofnun, Vegagerðin og Þjóðskrá Íslands.
    HMS, RNSA, Samgöngustofa, Skipulagsstofnun og Þjóðskrá Íslands hafa ekki gert samstarfssamninga eða veitt styrki til fyrirtækja eða félagasamtaka fyrir 10 millj. kr. eða meira á tímabilinu sem um ræðir.
    Í töflu að aftan er tilgreint hvaða fyrirtæki og félagasamtök hafa notið styrks eða gerðir hafa verið samningar við og hvers eðlis styrkur eða samningur er, sundurliðað eftir árum. Um er að ræða styrki og framlög til verkefna, sbr. 42. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, en ekki eru tilteknir samningar um framkvæmdir, rekstur og afmörkuð verkefni, sbr. 40. gr. laganna.
    Styrkir eru almennt ekki endurnýjaðir heldur þarf viðkomandi fyrirtæki eða félagasamtök að sækja um árlega eða eftir því sem styrkir eru auglýstir.

2021 2022 2023 Samtals
Innviðaráðuneyti
Háskólinn á Bifröst: Rannsóknasetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum, styrkur af byggðaáætlun og úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 12.000.000 12.000.000
Sigtún þróunarfélag ehf.: Starfsaðstaða á Selfossi vegna starfa án staðsetningar, styrkur af byggðaáætlun 5.000.000 15.000.000 10.000.000 30.000.000
Byggðastofnun
Styrkir vegna flutningsjöfnunar framleiðsluvara á grundvelli laga nr. 160/2011:*
Arna ehf. 11.591.835 11.591.835
Oddi hf. 13.239.198 13.239.198
Skinney–Þinganes hf. 12.484.202 12.484.202
Styrkir vegna flutningsjöfnunar olíuvara á grundvelli laga nr. 160/2011:
Skeljungur hf. / Skel fjárfestingarfélag 31.019.666 34.670.041 65.689.707
N1 ehf. 79.795.078 73.427.089 153.222.167
Olís ehf. 59.721.096 65.434.917 125.156.013
Vegagerðin
Styrkir til reiðvega á grundvelli vegalaga, nr. 80/2007:
Hestamannafélagið Léttir 10.000.000 10.000.000
Landssamband hestamannafélaga 12.000.000 12.000.000
Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi 29.272.429 3.282.500 32.554.929
* Alþingi er upplýst árlega um styrki á grundvelli laga nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun.