Ferill 1193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2281  —  1193. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um styrki og samstarfssamninga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða fyrirtæki og félagasamtök hafa notið styrks frá ráðuneytinu, undirstofnunum þess eða sjóðum á vegum ráðuneytisins eða undirstofnana þess eða gert samstarfssamning við þessa aðila frá 1. janúar 2017 þar til nú, þar sem samanlögð upphæð styrks eða fjárhæð í samstarfssamningi var 10 millj. kr. eða hærri? Svar óskast sundurliðað eftir árum, eftir því hvers eðlis styrkur eða samstarfssamningur var og eftir því hversu oft styrkur eða samstarfssamningur var endurnýjaður.

    Í töflu I að aftan má sjá yfirlit yfir úthlutaða velferðarstyrki, 10 millj. kr. eða hærri, sem greiddir voru á árunum 2017 til og með 2023. Velferðarstyrkjum er úthlutað ár hvert til frjálsra félagasamtaka á grundvelli styrkumsókna og í samræmi við reglur um úthlutun styrkja sem félags- og vinnumarkaðsráðherra veitir samkvæmt safnliðum fjárlaga hverju sinni.
    Í töflu II að aftan er að finna yfirlit yfir styrki og samningsgreiðslur, 10 millj. kr. eða hærri, sem greiddar voru af safnliðum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis á árunum 2017 til og með 2022. Þess ber að geta að styrkþegar kunna í einhverjum tilvikum að hafa fengið styrki undir 10 millj. kr. á umræddu tímabili sem koma ekki fram í yfirliti.
    Í svari þessu er ekki tekin með úthlutun COVID-fjármagns, en meðan á heimsfaraldri kórónuveiru stóð fékk ráðuneytið sérstök tímabundin framlög sem varið var til fjölbreyttra verkefna sem miðuðu að því að bregðast við áhrifum faraldursins. Því kunna einhverjir þeirra styrkþega sem upp eru taldir að aftan einnig að hafa fengið styrk af sérstökum COVID-framlögum.
    Hvað stofnanir ráðuneytisins varðar hefur einungis ein þeirra, Vinnumálastofnun, veitt styrki og/eða verið í samstarfi við félagasamtök sem hafa notið styrks úr þeim sjóðum sem stofnunin hefur umsjón með.
    Í töflu III að aftan má sjá yfirlit yfir styrki úr þeim sjóðum sem Vinnumálastofnun hefur umsjón með og eru 10 millj. kr. eða hærri.


Tafla I. Styrkir af safnliðum fjárlaga félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Velferðarstyrkir í millj. kr.
Styrkþegi Verkefni 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
ADHD-samtökin Styrkur til starfsemi samtakanna 13,0 13,0
Blindrafélagið Styrkur til starfsemi samtakanna 18,0 18,0
Drekaslóð Þjónusta við þolendur ofbeldis 10,0 10,0 12,5 12,5 45,0
Félag heyrnarlausra Styrkur til starfsemi samtakanna 10,0 11,0 11,0 15,0 47,0
Hjálparstarf kirkjunnar Virkniverkefni fyrir einstæðar mæður á örorku og inneignarkort 12,0 12,0
Hjálpræðisherinn Styrkur til starfsemi samtakanna 11,0 11,0
Landssamband eldri borgara Styrkur til starfsemi samtakanna 10,0 11,3 15,0 36,3
Landssamtökin Geðhjálp Styrkur til starfsemi samtakanna 17,5 18,0 18,0 14,0 17,0 15,0 99,5
Landssamtökin Þroskahjálp Styrkur til starfsemi samtakanna 10,5 15,5 14,0 12,0 14,0 14,0 19,0 99,0
Pieta-samtökin Styrkur til starfsemi samtakanna 20,0 20,0
Sjónarhóll Styrkur til starfsemi samtakanna 17,5 18,0 18,0 14,0 67,5
Vímulaus æska – Foreldrahús Styrkur til starfsemi samtakanna 10,5 13,0 14,0 14,0 14,0 65,5

Tafla II. Samningsgreiðslur og styrkir af safnliðum fjárlaga félags- og vinnumarkaðsráðuneytis í millj. kr.
Styrkþegi Verkefni 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Samtals
ADHD-samtökin Styrkur til starfsemi samtakanna 20,0 20,0
Aflið – samtök gegn ofbeldi Styrkur til starfsemi samtakanna 10,0 10,0 18,0 18,0 18,0 18,0 92,0
Art-verkefnið ART-verkefnið á Suðurlandi 30,0 30,0 30,0 90,0
Barnaheill Styrkur til starfsemi samtakanna 10,0 10,0
Bati – góðgerðarfélag Styrkur til reksturs áfangaheimilis og stuðningsúrræða fyrir einstaklinga sem hafa verið í réttarvörslu og þarfnast stuðnings við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu á ný 15,0 10,0 25,0
Bergið – Headspace Styrkur til starfseminnar 20,0 15,0 10,0 10,0 55,0
Bjarg – vistheimili Stuðningur við þjónustu vistheimilisins 24,0 24,0 38,3 86,3
Bjarkarhlíð – þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis Styrkur til mansalsteymis 3,0 3,0 1,5 7,5
Bjarkarhlíð – þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis Stuðningur, sbr. aðgerðaáætlun gegn ofbeldi 15,0 15,0 15,0 15,0 60,0
Bjarkarhlíð – þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis Styrkur til starfseminnar 20,0 20,1 20,3 20,8 81,2
Blindrafélagið Styrkur til starfsemi félagsins 10,0 10,0
Félagsmálaskóli alþýðu Til reksturs skólans skv. lögum nr. 60/1989 16 16,5 16,6 16,9 17,1 17,6 100,7
Geðhjálp Styrkur til starfsemi félagsins 20,0 20,0
Grófin – geðrækt Styrkur til starfsemi félagsins 15,0 15,0
Hagsmunasamtök heimilanna Ráðgjöf og stuðningur – neytendaréttur á fjármálamarkaði 10,0 10,0
Hagstofa Íslands Samningur um félagsvísa 12,0 12,0 12,0 12,3 12,4 12,0 72,7
Hagstofa Íslands Samningur um gerð launakannana og aðrar vinnumarkaðsrannsóknir 57,1 58,9 60,1 61,2 61,7 63,5 362,5
Hagstofa Íslands Um gerð færnispáa 15,7
Heimilisfriður Sérhæfð sálfræðiþjónusta fyrir þau sem beita maka sína ofbeldi 12,3 10,3 19,4 19,4 13,7 75,1
Hjálparstarf kirkjunnar Virkninámskeið fyrir konur á örorku 19-2019 10,0 19,0 10,0 39,0
Hjálparstarf kirkjunnar Tómstundastarf fyrir börn sem búa við fátækt 10,0 10,0
Hjálparstarf kirkjunnar Inneignarkort 10,0 10,0
Hjálpræðisherinn á Íslandi Styrkur til starfsemi samtakanna 10,0 10,0
Íþróttasamband fatlaðra Styrkur til tækjakaupa 10,0 10,0 20,0
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Styrkur til uppbyggingar á aðstöðu og til að bæta aðgengi fatlaðs fólks á Sólheimum í Grímsnesi 15,0 30,0 25,0 25,0 95,0
Kópavogsbær Samningur um þjónustu við fatlaða íbúa að Kópavogsbraut 5a 34,7 148,0 134,6 110,0 427,3
Krísuvíkursamtökin Samningur um stuðning og þjónustu við einstaklinga sem dvelja á meðferðarheimilinu 144,7 146,1 149,9 440,7
Landssamband eldri borgara Félagsleg einangrun eldri borgara og upplýsingasíða fyrir stafrænt Ísland 10,0 10,0
Landssamband eldri borgara Heilsuefling aldraðra 15,0 15,0
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Bjarmahlíð – þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis 14,0 14,0
Pieta-samtökin Styrkur við starfsemi Pieta – vörn gegn sjálfsvígum 12,0 13,0 10,0 15,0 25,0 75,0
Rafíþróttasamtök Íslands Fræðslu- og forvarnaverkefni á sviði geðheilbrigðismála 10,0 10,0
Reykjanesbær Virkniverkefni í samstarfi Reykjanesbæjar og VMST 15,3 15,3
Reykjavíkurborg Styrkur til Bjarkarhlíðar – Reykjavíkurborg annaðist umsýslu 2017–2018 20,0 20,0 40,0
Reykjavíkurborg Tinna – verkefni fyrir einstæða foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar 10,0 20,0 20,0 20,0 25,0 25,0 120,0
Reykjavíkurborg Styrkur til reksturs Vinjar 33,8 34,9 35,8 36,1 36,5 37,0 214,1
Reykjavíkurborg Aðgerðaáætlun í málefnum barna 10,0 10,0
Ríkislögreglustjóri Stuðningur við börn í viðkvæmri stöðu til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum þeirra 15,0 15,0
Samtök um kvennaathvarf Stuðningur við rekstur athvarfa 74,0 76,6 78,5 79,4 80,3 81,9 470,7
Samtökin ’78 Eldra hinsegin fólk – verkefni og fræðsla 10,0 10,0
SÁÁ – samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Þjónusta við börn skjólstæðinga SÁÁ 12,6 13,6 26,2
Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð Styrkur til starfseminnar 20,0 20,0
Stígamót Styrkur til starfseminnar 74,5 77,1 79,0 79,9 80,8 82,4 473,7
Stígamót Viðbrögð við aukinni eftirspurn eftir þjónustu samtakanna 20,0 20,0
UNICEF á Íslandi Innleiðing verkefnisins Barnvæn sveitarfélög 24,2 24,2


Tafla III. Styrkir úr sjóðum sem Vinnumálastofnun hefur umsjón með. Upphæðir eru í krónum.
Vinnumál 07-981 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Samtals
Blindrafélagið 28.020.800 28.220.000 28.220.004 36.624.912 33.002.171 43.300.392 197.388.279
Múlalundur 31.059.200 31.280.000 31.280.004 97.080.860 133.400.640 138.074.640 462.175.344
Örtækni 25.320.000 25.500.000 25.500.000 25.500.000 23.375.000 39.289.092 164.484.092
Starfsendurhæfing 07-988 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Samtals
AE-starfsendurhæfing 51.066.000 51.066.000 51.060.500 51.060.000 55.315.000 55.315.000 314.882.500
Hringsjá 86.000.000 86.000.000 86.000.000 86.000.000 86.000.000 82.000.000 512.000.000
Hugarafl 17.000.000 17.000.000 47.000.004 47.000.004 47.000.004 50.916.671 225.916.683
Ljósið 58.380.000 70.821.624 70.821.624 200.023.248
Styrktarfélag Geysis 42.206.808 42.206.808 42.206.808 42.206.808 42.206.808 49.241.276 260.275.316
Styrktarfélag Stróks 11.098.140 11.098.140 11.098.140 11.098.140 11.098.140 12.022.985 67.513.685
Atvinnuleysistryggingasjóður 07-984 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Samtals
Bataskóli Íslands 12.000.000 6.000.000 18.000.000
Fjölsmiðjan 55.824.486 68.396.594 60.360.540 80.000.000 264.581.620
Sjómennt 15.000.000 15.000.000 15.000.000 15.000.000 60.000.000