Ferill 968. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2295  —  968. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti.

    
    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvað líður endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti sem samkvæmt svari á þingskjali 905 stóðu vonir til að ljúka í lok febrúar sl.?

    Eins og fram kom í svari ráðherra á þingskjali 905 hafði ráðuneytið vonast til að ljúka vinnu við endurskoðun hollustuháttareglugerðar í febrúar síðastliðnum og stefnt var að því að ný reglugerð yrði undirrituð í lok febrúarmánaðar. Þær áætlanir ráðuneytisins stóðust ekki. Ráðuneytið vonast nú til að ljúka vinnu við endurskoðun reglugerðarinnar í desember næstkomandi og að ný reglugerð verði undirrituð í lok árs.