Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2  —  2. mál.
Stjórnarfrumvarp.



Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024.

Frá fjármála- og efnahagsráðherra.



I. KAFLI

Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.

1. gr.

    Í stað „13 kr.“, „11,30 kr.“, „15,95 kr.“ og „14,15 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 13,45 kr.; 11,70 kr.; 16,50 kr.; og: 14,65 kr.

II. KAFLI

Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
     a.      Í stað „142,15 kr.“ í 1. tölul. kemur: 147,15 kr.
     b.      Í stað „129,50 kr.“ í 2. tölul. kemur: 134,05 kr.
     c.      Í stað „175,25 kr.“ í 3. tölul. kemur: 181,40 kr.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
     a.      Í stað „583,80 kr.“ í 1. tölul. kemur: 604,25 kr.
     b.      Í stað „32,45 kr.“ í 2. tölul. kemur: 33,60 kr.
     c.      Í stað „32,45 kr.“ í 3. tölul. kemur: 33,60 kr.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
     a.      Í stað „733,30 kr.“ í 1. tölul. kemur: 758,95 kr.
     b.      Í stað „40,70 kr.“ í 2. tölul. kemur: 42,10 kr.

III. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.

5. gr.

    Í stað „32,55 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 33,70 kr.

6. gr.

    Í stað „52,45 kr.“ og „55,55 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 54,30 kr.; og: 57,50 kr.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.

7. gr.

    Í stað „72,85 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 75,40 kr.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      4. mgr. orðast svo:
                      Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:

Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
10.000–11.000 0,39 21.001–22.000 9,29
11.001–12.000 1,19 22.001–23.000 10,13
12.001–13.000 2,00 23.001–24.000 10,92
13.001–14.000 2,84 24.001–25.000 11,74
14.001–15.000 3,64 25.001–26.000 12,53
15.001–16.000 4,46 26.001–27.000 13,36
16.001–17.000 5,26 27.001–28.000 14,19
17.001–18.000 6,07 28.001–29.000 15,00
18.001–19.000 6,88 29.001–30.000 15,79
19.001–20.000 7,67 30.001–31.000 16,60
20.001–21.000 8,52 31.001 og yfir 17,40

     b.      6. mgr. orðast svo:
                      Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
5.000–6.000 11,42 18.001–19.000 30,14
6.001–7.000 12,35 19.001–20.000 31,51
7.001–8.000 13,30 20.001–21.000 32,89
8.001–9.000 14,24 21.001–22.000 34,27
9.001–10.000 15,16 22.001–23.000 35,60
10.001–11.000 16,51 23.001–24.000 36,97
11.001–12.000 18,28 24.001–25.000 38,35
12.001–13.000 20,04 25.001–26.000 39,71
13.001–14.000 21,77 26.001–27.000 41,07
14.001–15.000 23,55 27.001–28.000 42,45
15.001–16.000 25,27 28.001–29.000 43,82
16.001–17.000 27,02 29.001–30.000 45,18
17.001–18.000 28,79 30.001–31.000 46,51
31.001 og yfir 47,90

V. KAFLI

Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað „15.080 kr.“ og „170 kr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 20.000 kr.; og: 176 kr.
     b.      Í stað „15.080 kr.“ og „140 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 20.000 kr.; og: 145 kr.
     c.      Í stað „15.080 kr.“ og „140 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 20.000 kr.; og: 145 kr.
     d.      Í stað „67.075 kr.“, „2,81 kr.“ og „104.950 kr.“ í 4. mgr. kemur: 69.425 kr.; 2,91 kr.; og: 108.625 kr.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað „1.200.000 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 4.500.000 kr.
     b.      Í stað „0,03085%“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,03290%.
     c.      Í stað „0,040%“ í b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,050%.
     d.      Í stað „0,3460%“ og „1.200.000 kr.“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 0,3670%; og: 4.500.000 kr.
     e.      Í stað „0,15%“ og „850.000 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 0,1550%; og: 1.000.000 kr.
     f.      Í stað „0,80%“ og „1.200.000 kr.“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 0,85%; og: 2.500.000 kr.
     g.      Í stað „0,0247%“ og „1.200.000 kr.“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0280%; og: 2.500.000 kr.
     h.      Í stað „0,730%“ og „1.200.000 kr.“ í 7. tölul. 1. mgr. kemur: 0,90%; og: 4.500.000 kr.
     i.      Í stað „0,90%“ og „1.200.000 kr.“ í 8. tölul. 1. mgr. kemur: 1%; og: 4.500.000 kr.
     j.      Í stað „0,005475%“, „4.100.000 kr.“, „5.450.000 kr.“, „9.300.000 kr.“, „12.000.000 kr.“ og „15.000.000 kr.“ í 9. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0061%; 4.510.000 kr.; 6.000.000 kr.; 10.230.000 kr.; 13.200.000 kr.; og: 16.500.000 kr.
     k.      Í stað „0,0069%“ og „700.000 kr.“ í 12. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0080%; og: 4.500.000 kr.
     l.      Í stað „800.000 kr.“ í 13. tölul. 1. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
     m.      Í stað „800.000 kr.“ í 14. tölul. 1. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
     n.      Í stað „1.300.000 kr.“ í 15. tölul. 1. mgr. kemur: 1.500.000 kr.
     o.      Í stað „800.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
     p.      Í stað „1.850.000 kr.“ í 5. mgr. kemur: 2.035.000 kr.
     q.      Í stað „495.000 kr.“, „1.320.000 kr.“, „3.960.000 kr.“, „7.260.000 kr.“ og „10.450.000 kr.“ í 2. málsl. 6. mgr. kemur: 545.000 kr.; 1.452.000 kr.; 4.356.000 kr.; 7.986.000 kr.; og: 11.495.000 kr.
     r.      Í stað „165.000 kr.“, „275.000 kr.“, „605.000 kr.“, „990.000 kr.“, „1.430.000 kr.“ og „1.650.000 kr.“ í 2. málsl. 7. mgr. kemur: 182.000 kr.; 305.000 kr.; 670.000 kr.; 1.090.000 kr.; 1.575.000 kr.; og: 1.815.000 kr.
     s.      Í stað „3.000.000 kr.“, „1.500.000 kr.“ og „500.000 kr.“ í 2. málsl. 8. mgr. kemur: 3.300.000 kr.; 1.650.000 kr.; og: 550.000 kr.
     t.      Í stað „550.000 kr.“ í 9. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
     u.      Í stað „550.000 kr.“ í 10. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
     v.      Í stað „660.000 kr.“ í 11. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
     w.      Í stað „0,0020%“ í 13. mgr. kemur: 0,00183%.
     x.      Í stað „0,0020%“ í 14. mgr. kemur: 0,00183%.
     y.      Í stað „210.000 kr.“ í 15. mgr. kemur: 485.000 kr.
     z.      Í stað „440.000 kr.“ í 16. mgr. kemur: 485.000 kr.
     aa.      Í stað „660.000 kr.“ tvívegis í 17. mgr. kemur: 726.000 kr.

11. gr.

    Í stað orðanna „nemur 1.000.000 kr. eða lægri fjárhæð“ í 3. málsl. 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: er lægra en 1.000.000 kr.

VII. KAFLI

Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011.

12. gr.

    Í stað „0,006651%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,006436%.

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

13. gr.

    Í stað „13.284 kr.“ í 3. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 13.749 kr.

14. gr.

    Í stað orðanna „og 2023“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2023 og 2024.

15. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2024 til og með 31. desember 2024 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra, nr. 166/2006, og laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um málefni aldraðra og lögum um húsnæðismál, nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

IX. KAFLI

Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007.

16. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
     a.      Í stað „2023“ tvívegis í 1. tölul. kemur: 2024.
     b.      Í stað „2023“ þrívegis í 1. málsl. 3. tölul. kemur: 2024.
     c.      Í stað „68,74%“ í 1. málsl. 3. tölul. kemur: 83,83%.

X. KAFLI

Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.

17. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
     a.      Í stað „2023“ þrívegis kemur: 2024.
     b.      Í stað „68,74%“ kemur: 83,83%.

XI. KAFLI

Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

18. gr.

    Í stað „2023“ tvívegis í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 2024.

19. gr.

    Í stað orðanna „og 2023“ í ákvæði til bráðabirgða XV í lögunum kemur: 2023 og 2024.

XII. KAFLI

Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987.

20. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 1.107 kr. á mánuði árið 2024 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

XIII. KAFLI

Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012.

21. gr.

    Í stað „2023“ og „10.781 kr.“ í 4. mgr. 14. gr. a laganna kemur: 2024; og: 12.312 kr.

XIV. KAFLI

Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.

22. gr.

    Í stað „20.200 kr.“ í 4. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 20.900 kr.

XV. KAFLI

Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990.

23. gr.

    Í stað orðanna „og 2023“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: 2023 og 2024.

XVI. KAFLI

Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012.

24. gr.

    Í stað „2023“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 2024.

XVII. KAFLI

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

25. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
     a.      Í stað orðanna „og 2023“ í 1.–5. mgr. kemur: 2023 og 2024.
     b.      Í stað orðanna „og 2022“ í 1.–5. mgr. kemur: 2022 og 2023.

26. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 70. gr. og 1. og 2. mgr. 71. gr. skal tekjuskattur lögaðila reiknast með eftirfarandi hætti rekstrarárið 2024 og við álagningu á árinu 2025:
     1.      21% af greiðslunni ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða, sbr. b-lið 3. tölul. 70. gr.
     2.      38,4% af greiðslunni ef um aðra lögaðila er að ræða, sbr. c-lið 3. tölul. 70. gr.
     3.      21% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða, sbr. b-lið 4. tölul. 70. gr.
     4.      38,4% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um aðra lögaðila er að ræða, sbr. c-lið 4. tölul. 70. gr.
     5.      21% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila er að ræða, sbr. b-lið 5. tölul. 70. gr.
     6.      21% af tekjum ef um lögaðila er að ræða, sbr. b-lið 7. tölul. 70. gr.
     7.      13% af tekjum lögaðila, sbr. b-lið 8. tölul. 70. gr.
     8.      21% af tekjum lögaðila, sbr. b-lið 10. tölul. 70. gr.
     9.      21% af tekjuskattsstofni lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. 2. tölul. 61. gr., sbr. 1. mgr. 71. gr.
     10.      38,4% af tekjuskattsstofni annarra lögaðila, sbr. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. 2. tölul. 61. gr., sbr. 2. mgr. 71. gr.

XVIII. KAFLI

Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.

27. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XVI við lögin:
     a.      Í stað „40 kr./kg“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 65 kr./kg.
     b.      Í stað ,,8 kr./kg“ í viðaukanum kemur: 13 kr./kg.
     c.      Í stað ,,20 kr./kg“ í viðaukanum kemur: 33 kr./kg.
     d.      Í stað ,,80 kr./tæki“ í viðaukanum kemur: 130 kr./tæki.
     e.      Í stað ,,320 kr./tæki“ níu sinnum í viðaukanum kemur: 520 kr./tæki.
     f.      Í stað ,,400 kr./tæki“ tvívegis í viðaukanum kemur: 650 kr./tæki.
     g.      Í stað ,,480 kr./tæki“ sex sinnum í viðaukanum kemur: 780 kr./tæki.
     h.      Í stað ,,640 kr./tæki“ tvívegis í viðaukanum kemur: 1.040 kr./tæki.
     i.      Í stað ,,1.000 kr./tæki“ tíu sinnum í viðaukanum kemur: 1.625 kr./tæki.
     j.      Í stað ,,1.200 kr./tæki“ í viðaukanum kemur: 1.950 kr./tæki.
     k.      Í stað ,,1.400 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 2.275 kr./tæki.
     l.      Í stað ,,1.600 kr./tæki“ tíu sinnum í viðaukanum kemur: 2.600 kr./tæki.
     m.      Í stað ,,1.800 kr./tæki“ ellefu sinnum í viðaukanum kemur: 2.925 kr./tæki.
     n.      Í stað ,,2.000 kr./tæki“ í viðaukanum kemur: 3.250 kr./tæki.
     o.      Í stað ,,3.000 kr./tæki“ sex sinnum í viðaukanum kemur: 4.875 kr./tæki.
     p.      Í stað ,,4.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 6.500 kr./tæki.
     q.      Í stað ,,5.600 kr./tæki“ tíu sinnum í viðaukanum kemur: 9.100 kr./tæki.
     r.      Í stað ,,9.200 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 14.950 kr./tæki.
     s.      Í stað ,,18.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 29.250 kr./tæki.
     t.      Í stað ,,21.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 34.125 kr./tæki.
     u.      Í stað ,,24.000 kr./tæki“ sjö sinnum í viðaukanum kemur: 39.000 kr./tæki.
     v.      Í stað ,,28.000 kr./tæki“ tvívegis í viðaukanum kemur: 15.500 kr./tæki.
     w.      Í stað ,,32.000 kr./tæki“ tvívegis í viðaukanum kemur: 52.000 kr./tæki.
     x.      Í stað ,,36.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 58.500 kr./tæki.
     y.      Í stað ,,40.000 kr./tæki“ tvívegis í viðaukanum kemur: 65.000 kr./tæki.

XIX. KAFLI

Breyting á lögum um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005.

28. gr.

    Í stað ártalsins „2023“ í 2. málsl. 9. gr. laganna kemur: 2024.

XX. KAFLI

Breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997.

29. gr.

    Í stað „2023“ í ákvæði til bráðabirgða II í lögunum kemur: 2024.

XXI. KAFLI

Breyting á lögum um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, nr. 89/2019.

30. gr.

    Í stað „3,5%“ í a-lið 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 5%.

31. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. skal Fiskistofa ákvarða og birta fjárhæð gjaldsins vegna ársins 2024 með auglýsingu fyrir 31. desember 2023.

32. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2024.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 30. og 31. gr. þegar gildi.
    Ákvæði 13. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2024 vegna tekna ársins 2023.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Frumvarp þetta er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu samhliða frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024. Tillögur þess hafa bæði áhrif á tekju- og gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins.

2. Meginefni frumvarpsins.
    Í frumvarpinu er að finna eftirfarandi tillögur að lagabreytingum:
          Hækkanir á kolefnisgjaldi, olíugjaldi, almennu og sérstöku kílómetragjaldi, almennu og sérstöku bensíngjaldi, bifreiðagjaldi og gjaldi af áfengi og tóbaki verði 3,5% í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. Sama gildir um gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og sérstakt gjald til Ríkisútvarpsins.
          Hækkun á lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds sem lagt er á fólksbíla.
          Breytingar á eftirlitsgjaldi til að standa undir áætluðum kostnaði við rekstur Fjármálaeftirlits og skilavalds innan Seðlabanka Íslands.
          Lækkun gjaldhlutfalls vegna greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara í samræmi við áætlaðan rekstrarkostnað stofnunarinnar.
          Framlenging á bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um að Framkvæmdasjóði aldraðra sé heimilt að verja fé til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða.
          Bráðabirgðaákvæði sem koma skal í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tengingar við tekjur maka voru afnumdar.
          Framlenging á ákvæði til bráðabirgða til að sporna við því að víxlverkanir örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða hefjist að nýju.
          Framlenging á bráðabirgðaákvæðum um hækkun á frítekjumarki örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar.
          Lækkun á sóknargjöldum.
          Breytingar á fjárhæð losunargjalds samkvæmt lögum um loftslagsmál.
          Framlenging á bráðabirgðaákvæðum þar sem kveðið er annars vegar á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2024 og hins vegar að atvinnurekendur sem stunda sjálfstæða starfsemi og lífeyrissjóðir greiði áfram sama hlutfall af stofni til iðgjalds á árinu 2024, eða 0,10%.
          Tímabundnar útreikningsreglur og viðmiðunarfjárhæðir vaxtabóta verði framlengdar óbreyttar um eitt ár.
          Tímabundin 1 prósentustigs hækkun til eins árs á tekjuskatti lögaðila rekstrarárið 2024 og við álagningu á árinu 2025.
          Hækkun úrvinnslugjalds á hjólbarða.
          Framlenging á gildistíma laga um fjarskiptasjóð út árið 2024.
          Bráðabirgðaákvæði sem kveður á um heimild til að nota fé ofanflóðasjóðs til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða er framlengt um eitt ár.
          Breytingar á verðmætagjaldi sjókvíaeldis.

3. Nánar um einstaka liði frumvarpsins.
3.1. Verðlagsuppfærsla krónutöluskatta.
    Í frumvarpinu eru tillögur um 3,5% hækkun á svokölluðum krónutölusköttum í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Áætluð tólf mánaða breyting á vísitölu neysluverðs yfir árið 2023 er 7,4% samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að hækkun krónutöluskatta verði ekki meiri en sem nemur 3,5% og nær hún til áfengis-, tóbaks-, bensín-, olíu-, kolefnis-, bifreiða- og kílómetragjalds ásamt gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra og útvarpsgjaldi. Um er að ræða aðgerð stjórnvalda á tekjuhlið ríkisfjármálanna sem miðar að því að vinna gegn þeirri spennu sem hefur myndast í hagkerfinu og um leið að styrkja tekjugrundvöll ríkissjóðs án þess að vera of íþyngjandi fyrir almenning. Áætlað er að verðlagsuppfærslan skili ríkissjóði samtals 3,4 milljörðum kr. að meðtöldum hliðaráhrifum á virðisaukaskatt. Þessar hækkanir munu óhjákvæmilega hafa áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs og eru þau áhrif áætluð 0,1%. Breytingar á bifreiðagjaldi og kílómetragjaldi, útvarpsgjaldi og gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra hafa þó ekki áhrif á vísitölu neysluverðs.

3.2. Lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds hækkuð.
    Auk 3,5% hækkunar gjalda sem kveðið er á um kafla 3.1 er lögð til hækkun á lágmarki bifreiðagjalds sem lagt er á fólksbíla. Gjaldið fer úr 15.080 kr. í 20.000 kr. en það er greitt tvisvar á ári. Aðgerðinni er ætlað að styrkja tekjustofna ríkissjóðs af ökutækjum en á síðustu árum hafa þeir dregist saman vegna fjölgunar vistvænna og sparneytinna fólksbifreiða. Áætlað er að þessi breyting skili ríkissjóði 1,3 milljörðum kr. í viðbótartekjur.

3.3. Greiðsla kostnaðar vegna reksturs Fjármálaeftirlits og skilavalds.
    Lagt er til að gjöld vegna Fjármálaeftirlitsins og skilavalds Seðlabanka Íslands skv. 5. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999, taki breytingum, að mestu leyti til hækkunar. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Seðlabankans og kveður stofnunin þær skýrast af breytingum á áætluðum kostnaði, m.a. vegna almennra verðlagshækkana á árinu 2023, spá fyrir verðlags- og launaþróun ársins 2024 og nauðsynlegum ráðningum á árinu 2023 til að mæta uppsafnaðri þörf vegna aukinna verkefna. Hækkun milli ára tekur einnig mið af því að unnt var að fjármagna um 109,1 millj. kr. af rekstrarkostnaði Fjármálaeftirlitsins 2023 með því að ganga á uppsafnaðan rekstrarafgang eftirlitsins, en þess verður ekki kostur 2024. Þá er lagt til að greiðsluskipting skv. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 99/1999 miðast við eftirlitsgjald að upphæð 1.000.000 kr. eða hærra.

3.4. Greiðsla kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara.
    Lögð er til lækkun á gjaldhlutfalli af álagningarstofni skv. 4. gr. laga um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við rekstur stofnunarinnar og er lagt á gjaldskylda aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í 7. gr. laganna er kveðið á um að tekið skuli tillit til rekstrarafgangs eða rekstrartaps af starfsemi umboðsmanns skuldara við ákvörðun á fjárhæð gjalds fyrir næsta almanaksár. Útlán gjaldskyldra aðila 31. desember 2022 voru um 4.684 milljarðar kr. og áætlaður kostnaður vegna reksturs umboðsmanns skuldara var um 301,5 millj. kr. Álagningarprósentan verður því 0,006436% á árinu 2024. Álagningarstofn gjaldsins er öll útlán gjaldskyldra aðila.

3.5. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra.
    Lögð er til 3,5% hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2024. Samkvæmt því verður gjaldið 13.749 kr. á hvern gjaldanda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2024 vegna tekna ársins 2023. Áætlað er að hækkunin skili ríkissjóði um 113 millj. kr. viðbótartekjum á ári.

3.6. Rekstrarkostnaður hjúkrunarrýma og kostnaðarþátttaka heimilismanna.
    Lagt er til nýtt ákvæði til bráðabirgða við lög um málefni aldraðra, nr. 125/1999. Er það gert til að koma í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tenging við tekjur maka var afnumin. Jafnframt er lagt til að gildistími ákvæðis til bráðabirgða VII verði framlengdur. Það leiðir til þess að heimilt verður að verja fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða á árinu 2024.

3.7. Samspil örorkugreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða.
    Með lögum nr. 106/2011, sem samþykkt voru í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Landssamtaka lífeyrissjóða um víxlverkun örorkulífeyris almannatrygginga og lífeyris úr lífeyrissjóðum annars vegar og hins vegar hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í áföngum frá 3. desember 2010, var tímabundið komið í veg fyrir víxlverkun milli örorkubóta frá almannatryggingum og örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum sem orðið hafði í samspili þessara tveggja meginstoða í lífeyristryggingum.
    Víxlverkun þessi lýsir sér þannig að samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð lækka lífeyrisgreiðslur og bætur félagslegrar aðstoðar í mörgum tilfellum vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Þá er mælt fyrir um það í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að sjóðfélagi í lífeyrissjóði eigi rétt á örorkulífeyri úr viðkomandi sjóði hafi hann orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutaps sem er metið 50% eða meira. Ákvæðið hefur verið útfært nánar í samþykktum lífeyrissjóða þar sem kveðið er á um að heildartekjur örorkulífeyrisþega eftir orkutap verði ekki umfram þær tekjur sem hann hafði fyrir. Við samanburð á heildartekjum fyrir og eftir orkutap líta lífeyrissjóðir m.a. til greiðslna almannatrygginga sem oft hefur leitt til þess að greiðslur til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðum hafa lækkað eða jafnvel fallið niður. Við þá tekjulækkun öðlast hinir sömu einstaklingar aukin réttindi innan almannatryggingakerfisins sem aftur leiðir til enn frekari lækkunar á greiðslum frá lífeyrissjóðunum við næsta samanburð og síðan koll af kolli. Gagnkvæm tekjutenging almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóðum getur því leitt til tíðra breytinga á örorkulífeyrisgreiðslum og tilsvarandi óöryggis lífeyrisþega sem fyrst og fremst hefur komið örorkulífeyrisþegum illa.
    Til að komið verði í veg fyrir að framangreind víxlverkun eigi sér stað á árinu 2024 er lagt til að gildistími bráðabirgðaákvæða í lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð og ákvæðis til bráðabirgða XI í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða verði framlengdur um eitt ár. Ef ekki væri gripið til þess að framlengja ákvæðin er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs mundu lækka nettó um 300 millj. kr.
    Gert er ráð fyrir að fjárhæð frítekjumarks vegna atvinnutekna örorkulífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar og heimilisuppbótar verði óbreytt á árinu 2024. Frítekjumarkið er nú 2.400.000 kr. á ári sem jafngildir 200.000 kr. á mánuði. Verði ákvæðið ekki framlengt mun frítekjumark örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna lækka úr 2.400.000 kr. á ári í 300.000 kr. og leiða til lækkunar bóta hjá örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem hafa atvinnutekjur yfir frítekjumarkinu. Að óbreyttu hefðu útgjöldin lækkað um 2,3 milljarða kr. á árinu 2024.
    Þá stendur yfir vinna við endurmat útgjalda almannatryggingakerfisins sem felur í sér kerfisbundna kostnaðargreiningu í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Til sérstakrar skoðunar er jöfnunarframlag ríkissjóðs til lækkunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna, víxlverkun greiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóðsgreiðslna og markviss endurhæfing fyrr í slysa- eða veikindaferlinu en nú er.

3.8. Sóknargjöld.
    Í frumvarpinu er lagt til að föst krónutala sóknargjalda lækki úr 1.192 kr. á mánuði samkvæmt lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, í 1.107 kr. fyrir árið 2024. Lögboðið framlag til sókna þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga breytist að öllu jöfnu í samræmi við áætlaða breytingu á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga 16 ára og eldri, sem og fjölgun einstaklinga. Nú er hins vegar, eins og í fjárlögum fyrir árið 2023, með breytingu á lögum um sóknargjöld o.fl., gert ráð fyrir að fastsetja fjárhæð sóknargjalda. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 3.122,6 millj. kr. framlagi til þeirra liða sem sóknargjald reiknast á að teknu tilliti til almennra aðhaldskrafna í forsendum frumvarpsins og nemur heildarlækkun sóknargjaldsins frá gildandi fjárlögum því 220,7 millj. kr. Lækkunin kemur til af því að við yfirferð fjárlagafrumvarps fyrir árið 2023 á 153. löggjafarþingi gerði Alþingi tillögu um 383,5 millj. kr. tímabundna hækkun sóknargjalda í samræmi við tillögur efnahags- og viðskiptanefndar í frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023 (2. mál, þskj. 2). Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 var gert ráð fyrir því að sóknargjöld yrðu 1.055 kr. á mánuði, en eftir tillögu Alþingis var gert ráð fyrir 137 kr. hækkun á sóknargjöldum sem leiddi alls til 383,5 millj. kr. hækkunar. Nú hefur þessi tímabundna hækkun verið felld niður.

3.9. Gjaldskyld losun gróðurhúsalofttegunda.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fjárhæð losunargjalds skv. 4. mgr. 14. gr. a í lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, þar sem kveðið er á um losunargjald sem lagt er á rekstraraðila starfsstöðva sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir samkvæmt greininni. Í ljósi þess að losunargjaldið hefur einkenni skatts, sbr. 2. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar, þarf að kveða á um fjárhæð þess í lögum og uppfæra gjaldið árlega og er því mælt fyrir um fjárhæð gjaldsins í frumvarpinu.
    Nauðsynlegt er að lögfesta fjárhæð losunargjalds vegna losunar á árinu 2024 í síðasta lagi 31. desember 2023 svo að rekstraraðilum starfsstöðva sem hafa verið undanskildar gildissviði viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir verði ljóst fyrir upphaf árs 2024 hver fjárhæð gjaldsins verður vegna losunar ársins 2024. Lagt er til að fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar sem fram fer á árinu 2024 verði 12.312 kr. fyrir hvert tonn losunar gróðurhúsalofttegunda.
    Samkvæmt 5. mgr. 14. gr. a í lögum um loftslagsmál skal Umhverfisstofnun fyrir 31. maí ár hvert afhenda innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu um magn gjaldskyldrar losunar á undangengnu ári. Innheimtumaður ríkissjóðs í umdæmi starfsstöðvar skal því næst, fyrir 1. júlí ár hvert, leggja á og innheimta losunargjald af starfsstöðvum sem hafa verið undanþegnar gildissviði viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir.
    Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar 2023 um gjaldskylda losun gróðurhúsalofttegunda árið 2022 voru fjórar starfsstöðvar undanþegnar gildissviði viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir. Þrjár starfsstöðvar losuðu meira en sem samsvarar því sem þær hefðu fengið úthlutað endurgjaldslaust í viðskiptakerfinu með losunarheimildir og bar þeim því að greiða fyrir losun sína árið 2022. Fjárhæð losunargjalds nam hæst 48.091.013 kr. en lægst 31.061.062 kr. Ein starfsstöð losaði minna en hún hefði fengið úthlutað endurgjaldslaust í viðskiptakerfinu og bar því ekki að greiða losunargjald vegna losunar fyrir árið 2022.
    Í athugasemdum með 14. gr. frumvarps þess er varð að lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, var lagt til að við ákvörðun losunargjaldsins yrði byggt á upplýsingum um markaðsverð losunarheimilda frá Intercontinental Exchange-markaðnum í London (ICE) en þegar frumvarpið var lagt fram fóru rúmlega 90% viðskipta með losunarheimildir í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir fram þar. Til að fá traustar og hlutlægar upplýsingar um markaðsverðið var samið við KPMG ehf. um að útbúa minnisblað um meðalverð losunarheimilda á tímabilinu 1. ágúst 2022 til 31. júlí 2023. Í minnisblaði frá KPMG, dags. 11. ágúst 2023, kemur fram að meðalverð losunarheimilda á tímabilinu 1. ágúst 2022 til 31. júlí 2023 hafi verið 83,2 evrur sem samsvarar 12.312 ísl. kr. miðað við meðaltal af miðgengi dagslokagengis evru hjá Seðlabanka Íslands á sama tímabili. Við útreikning meðalverðs var stuðst við söguleg gögn um viðskipti með losunarheimildir í kauphöllinni Intercontinental Exchange.
    Frá því að síðasti útreikningur var gerður vegna fjárhæðar losunargjalds 2023 hefur meðalverð losunarheimilda hækkað um 8,5 evrur, eða um 11,4%. Á sama tíma hefur meðalverð losunarheimilda hækkað um 1.532 kr., eða um 14,2%. Meðalgengi evru á síðasta tímabili var 144,3 kr. en hafði hækkað í 147,7 kr. á tímabilinu sem samsvarar hækkun upp á 2,4%. Dagsmeðalverð á losunarheimildum var 85,7 evrur 31. júlí 2023, síðasta dag sem viðskipti áttu sér stað á tímabilinu. Mikil hækkun hefur orðið á verði losunarheimilda síðastliðin ár en á síðustu níu árum fór dagsmeðalverð lægst niður í 3,9 evrur 5. september 2016 en hæst upp í 97,7 evrur 19. ágúst 2022 sem samsvarar 2.385% hækkun á tæplega sex ára tímabili.
    Á tímabilinu 1. ágúst 2022 til 31. júlí 2023 voru 249 dagar þar sem viðskipti áttu sér stað. Meðalverð tímabilsins er reiknað út sem meðaltal af vegnu meðalverði dagsviðskipta, ef einhver voru.
    Lagt er til að framangreindir útreikningar KPMG verði lagðir til grundvallar við ákvörðun losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar á árinu 2024. Rekstraraðilar starfsstöðva sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfisins, skv. 14. gr. a í lögum um loftslagsmál, skulu samkvæmt því greiða 12.312 kr. fyrir hvert tonn losunar gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi starfsstöð á tímabilinu 1. janúar 2024 til 31. desember 2024. Þar sem losunargjald tekur mið af meðalverði losunarheimilda á árstímabili, sem lýkur 31. júlí árið áður en hin gjaldskylda losun á sér stað, þarf fyrir lok hvers árs að breyta því ártali og þeirri fjárhæð sem fram kemur í 4. mgr. 14. gr. a í lögunum. Með þeim hætti verður í upphafi hvers árs ljóst hver verður upphæð losunargjalds á almanaksárinu.

3.10. Sérstakt gjald vegna Ríkisútvarpsins.
    Lagt er til að sérstöku gjaldi vegna Ríkisútvarpsins verði breytt sem nemur almennum verðlagsbreytingum 2023 og fari úr 20.200 kr. í 20.900 kr. Áætlaðar viðbótartekjur af breytingunni nema um 210 millj. kr. árlega.

3.11. Starfsendurhæfingarsjóðir.
    Lögð er til framlenging á ákvæðum til bráðabirgða við lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða og lög um tryggingagjald sem kveður á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2024. Sambærilegt ákvæði hefur verið í gildi fyrir árin 2013–2023. Eftir sem áður er gert ráð fyrir óbreyttri fjármögnun frá atvinnurekendum og lífeyrissjóðum, eða 0,10%. Þá er gert ráð fyrir því að samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra annars vegar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs ses. hins vegar verði breytt til samræmis og að á árinu 2024 leggi ríkissjóður starfsendurhæfingarsjóði til framlag á fjárlögum.

3.12. Vaxtabætur.
    Í lok árs 2010 voru gerðar margvíslegar breytingar á útreikningsreglum vaxtabóta. Þessar reglur áttu að gilda í tvö ár en hafa síðan verið framlengdar óbreyttar ár frá ári. Þá voru eignarmörk bótanna hækkuð um 10% og vaxtagjalda- og vaxtabótafjárhæðir um 5% í lok árs 2018. Jafnframt voru eignamörk bótanna hækkuð um 50% í lok árs 2022 með gildistöku 1. janúar 2023 sem hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Verði þessar útreikningsreglur ekki framlengdar nú taka eldri reglur við frá og með næstu áramótum með þeim afleiðingum að stuðningur ríkissjóðs í formi vaxtabóta dreifist á fleiri fjölskyldur, þ.e. fjölskyldur sem ekki njóta bóta í dag, en á sama tíma lækka bætur þeirra fjölskyldna sem notið hafa hámarksbóta (tekjulágar og eignalitlar fjölskyldur). Í ljósi þess að enn er unnið að heildarendurskoðun á húsnæðisstuðningi stjórnvalda á ýmsum sviðum (vaxtabótakerfi, húsaleigubótakerfi, félagslegri aðstoð o.fl.) er lagt til að útreikningsreglur vaxtabóta verði framlengdar um eitt ár í viðbót sem þýðir að reiknireglur og viðmiðunarfjárhæðir kerfisins verði þær sömu á árinu 2024 og á þessu ári. Á þeim forsendum er áætlað að útgjöld vegna vaxtabóta nemi 2,8 milljörðum kr. á árinu 2024. Mikil hækkun fasteignamats ásamt hærri tekjum mun leiða til aukinna skerðinga á árinu 2024 og mun hækkun vaxta hafa takmörkuð áhrif vegna mikilla skerðinga.

3.13. Tekjuskattur lögaðila.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjuskattur lögaðila sem skattskyldir eru skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr., þ.m.t. hlutafélög og einkahlutafélög, hækki tímabundið til eins árs um 1 prósentustig og fari úr 20% í 21% rekstrarárið 2024 og við álagningu á árinu 2025. Jafnframt er lögð til samsvarandi hækkun á samanlögðum skatti á hagnað félags og arð eiganda, þ.e. tekjuskatti lögaðila sem skattskyldir eru skv. 3.–5. tölul. 1. mgr. 2. gr., eins og sameignar- og samlagsfélög, úr 37,6% í 38,4%. Þá er einnig lögð til samsvarandi hækkun á tekjuskatti lögaðila með takmarkaða skattskyldu hér á landi. Breytingarnar eru hluti af aðgerðum stjórnvalda til að draga úr þenslu í hagkerfinu. Þar sem álagning á tekjuskatti lögaðila fer fram með árstöf er gert ráð fyrir því að hin tímabundna hækkun skatthlutfallsins skili ríkissjóði nálægt 6,4 milljörðum kr. árið 2025.

3.14. Úrvinnslugjald.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fjárhæð úrvinnslugjalds á hjólbarða skv. 10. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, sbr. XVI viðauka laganna. Markmið laganna er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis með vörur og þjónustu til að stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu, draga úr myndun úrgangs og auka endurvinnslu hans. Jafnframt að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og aðra endurnýtingu úrgangs með hliðsjón af umhverfislegum ávinningi í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fellur til og fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna.
    Til að stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu er úrvinnslugjald (kr./kg) lagt á vörur sem falla undir lögin, hvort sem þær eru fluttar til landsins eða framleiddar hér á landi. Vörunum er skipt í vöruflokka (uppgjörsflokka) sem eiga að vera fjárhagslega sjálfstæðir, þ.e. tekjur af úrvinnslugjaldi eiga að standa undir kostnaði við söfnun, flutninga og endurvinnslu, endurnýtingu eða förgun (úrvinnslu). Þegar upphæð úrvinnslugjalds liggur fyrir ráðast tekjur af umfangi innflutnings og innlendrar framleiðslu. Stjórn sjóðsins leggur eftir því sem við á fram tillögu til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á fjárhæð úrvinnslugjalds í samræmi við áætlun um tekjur af úrvinnslugjaldi og kostnað við úrvinnslu hvers flokks til að tryggja að tekjur og gjöld standist.
    Úrvinnslusjóður sendi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tillögur um breytingar á fjárhæðum úrvinnslugjalda í ágúst 2023. Lagðar eru til breytingar á úrvinnslugjaldi á hjólbarða. Tillaga um hækkun er vegna aukins kostnaðar við söfnun og úrvinnslu hjólbarða og til að tryggja sjóðsstöðu vöruflokksins (uppgjörsflokksins). Fyrirséð er að kostnaður vegna úrvinnslu hjólbarða mun aukast nokkuð á næstu árum. Nokkuð hefur gengið á sjóðinn enda hefur frá 2019 meira verið greitt úr honum en sem nemur því sem innheimt hefur verið í formi úrvinnslugjalds. Með hækkun úrvinnslugjalds á hjólbarða er tryggt að rekstur sjóðsins standi undir sér og geti mætt óvæntum sveiflum. Gert er ráð fyrir að áhrif breytinga á álagningu verði um 199,4 millj. kr. og með hækkun skapist jafnvægi í rekstri sjóðsins.

3.15. Sólarlagsákvæði laga um fjarskiptasjóð.
    Lögð er til framlenging á gildistíma sólarlagsákvæðis 9. gr. laga um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005, út árið 2024. Að óbreyttu mundu lögin falla úr gildi í árslok árið 2023.

3.16. Framlenging á heimild til að greiða fé úr ofanfljóðasjóði vegna hættumats á eldgosum, vatnsflóðum og sjávarflóðum.
    Með lögum nr. 22/2012, um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997, var ofanflóðasjóði fyrst heimilt að styrkja hættumat eldgosa. Hinn 1. janúar 2015 tóku gildi lög nr. 127/2014 sem lögfestu ákvæði til bráðabirgða II um að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2017. Með gildistöku laga nr. 92/2017 var sú heimild framlengd til ársins 2022 þar sem um viðamikið verkefnið var að ræða og talið mikilvægt að því yrði fram haldið og með lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023, nr. 129/2022, var heimildin framlengd til loka árs 2023. Á komandi árum og næstu áratugum má gera ráð fyrir að verkefni tengd hættumati muni halda áfram að skipa stórt hlutverk í starfsemi Veðurstofu Íslands.
    Meðal verkefna sem nauðsynlegt er að halda áfram með og ráðast í á næsta áratug eru eldgosahættumat nálægt þéttbýli, að greina áhrif og áhrifasvæði skotbombna frá eldgosum, meta áhrif loftslagsbreytinga á eldgosavá og hættu af völdum jökla sem hopa, ítarleg flóðagreining og hættumat ýmissa vatnasviða, mat á áhrifum loftslagsbreytinga á stærð og endurkomutíma flóða, reikningar á sjávarflóðum og sjávarföllum, útreikningar á flóðhæðum með ítarlegri skoðun fyrir nokkur svæði, endurskoðun mats á líklegri sjávarstöðuhækkun og að betrumbæta flóðbylgjureikninga. Ísland er aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015–2030 og þau verkefni sem hér eru talin upp eru til þess fallin að Ísland uppfylli markmið sáttmálans. Vinna við hættumat vegna eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða lýkur þó ekki á árinu 2030 en eftir þann tíma þarf að halda áfram að vinna að hættumati vegna jökulhlaupa, hættumati vegna flóða á landinu, þá sérstaklega í og við þéttbýlisstaði, og endurskoða fyrirliggjandi hættumöt og áhættumöt miðað við möguleg áhrif loftslagsbreytinga og tækniframfara auk þess að vinna að áhættumati vegna sjávarflóða fyrir um tólf svæði í kringum landið auk reglulegrar endurskoðunar á hættu- og áhættumati sem liggur fyrir miðað við þær breytingar sem eiga sér stað á sjávarstöðu vegna loftslagsbreytinga og einnig vegna tækniframfara.
    Unnið er að hættumatsviðmiðum vegna eldgosa, vatns- og sjávarflóða sem eru þau grunngildi sem þurfa að vera til staðar fyrir regluverk um náttúruvá. Í framhaldi af þeirri vinnu verða tekin næstu skref við gerð regluverks um aðra náttúruvá en ofanflóð þar sem kveðið verður á um hvernig fjármögnun þessara verkefna verður háttað. Þar sem fyrirséð er að tímabundin heimild til að nota fé ofanflóðasjóðs til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða rennur út 31. desember 2023 er mikilvægt að framlengja þá heimild. Í frumvarpinu er því lagt til að framlengd verði heimild samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögunum til að nota fé ofanflóðasjóðs til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða til 31. desember árið 2024.
    Gert er ráð fyrir að hlutur ofanflóðasjóðs í kostnaði við vinnu við næsta áfanga hættumats vegna eldgosa verði allt að 65 millj. kr. á ári miðað við verðlag við framlagningu frumvarpsins. Hlutur ofanflóðasjóðs í kostnaði við vinnu við gerð hættumats vegna vatnsflóða verður allt að 50 millj. kr. á ári miðað við verðlag við framlagningu frumvarpsins og við gerð hættumats vegna sjávarflóða allt að 25 millj. kr. á ári miðað við verðlag við framlagningu frumvarpsins. Framangreindar upphæðir eru þó allar með fyrirvara um árlegar fjárheimildir ofanflóðasjóðs. Ef vinna við hættumat vegna eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða frestast er hætta á að í náinni framtíð verði byggt á svæðum þar sem áhætta er talin of mikil fyrir slíka landnotkun, með ófyrirséðum afleiðingum.

3.17. Breytingar á verðmætagjaldi sjókvíaeldis.
    Skv. 1. mgr. 2. gr. laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, nr. 89/2019, skal rekstrarleyfishafi fiskeldisstöðvar í sjó greiða gjald í ríkissjóð. Fiskistofa ákvarðar og birtir síðan fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en 1. desember hvert ár til að það öðlist gildi fyrir komandi almanaksár. Lagt er til að hlutfall af reiknistofni gjaldtöku vegna slátraðs lax í sjókvíum, þegar verð er 4,8 evrur á kílógramm eða hærra, sbr. a-lið 2. mgr. 2 gr., verði hækkað um 1,5 prósentustig og nemi því 5%. Jafnframt er, með tilliti til gildistöku frumvarps þessa, lagt til að vegna ársins 2024 skuli Fiskistofa birta fjárhæð gjaldsins með auglýsingu fyrir 31. desember 2023 í stað 1. desember það ár.

4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til að ætla að tillögur þess stangist á við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar. Þess var gætt við samningu frumvarpsins að efni þess og framsetning samrýmdist ákvæðum 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.

5. Samráð.
    Við vinnslu þessa frumvarps var stuðst við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. Við gerð þess var haft samráð við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, matvælaráðuneytið, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Seðlabanka Íslands og Skattinn.
    Í frumvarpinu er að finna breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024. Vegna eðlis málsins og tengsla við frumvarp til fjárlaga voru frumvarpsáform, frummat á áhrifum og frumvarpsdrög ekki sett í samráðsferli samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna, sbr. 9. gr. reglna um starfshætti ríkisstjórnar, þar sem kveðið er á um að heimilt sé að víkja frá þessu ef mál eru sérlega brýn eða aðrar gildar ástæður eru fyrir hendi. Sjá ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 1. gr., 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. samþykktarinnar.

6. Mat á áhrifum.
6.1. Mat á fjárhagsáhrifum.
    Tillögur frumvarpsins eru af margvíslegum toga og sama má segja um áhrif þeirra á ráðstöfunartekjur, verðlag og kaupmátt.
    Í frumvarpinu er lögð til 3,5% hækkun gjalda í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Áætluð tólf mánaða breyting á vísitölu neysluverðs yfir árið 2023 er 7,4% samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að hækkun krónutöluskatta verði ekki meiri en sem nemur 3,5% og nær hún til áfengis-, tóbaks, bensín-, olíu-, kolefnis-, bifreiða- og kílómetragjalds ásamt gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra og útvarpsgjaldi. Áætlað er að verðlagsuppfærslan skili ríkissjóði samtals 3,4 milljörðum kr. að meðtöldum hliðaráhrifum á virðisaukaskatt. Af því nemur hækkun útvarpsgjalds og gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra samtals 323 millj. kr. en þau gjöld hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs. Þá mun verðlagsuppfærsla krónutölugjalda (áfengis-, tóbaks-, kolefnis-, eldsneytis- og bifreiða- og kílómetragjalda) auka tekjur ríkissjóðs um 3,1 milljarð kr. Þessar hækkanir munu óhjákvæmilega hafa áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs og eru þau áhrif áætluð 0,1%. Í því samhengi ber að líta til þess að ráðstafanir sem auka tekjur ríkissjóðs draga úr þenslu í hagkerfinu og þar með úr almennum verðbólguþrýstingi. Þannig styður ríkisfjármálastefnan við verðstöðugleika og dregur úr þörf fyrir hækkun stýrivaxta. Auk þess draga þessar ráðstafanir úr halla ríkissjóðs og gera hann þannig betur í stakk búinn að draga úr niðursveiflum án þess að vera of íþyngjandi fyrir almenning. Þessi almennu áhrif vega þyngra gagnvart efnahagslegum stöðugleika en bein áhrif verðlagsuppfærslu krónutölugjalda á vísitölu neysluverðs.
    Áætlað er að hækkun lágmarksfjárhæðar bifreiðagjalds sem lagt er á fólksbíla skili ríkissjóði 1,3 milljörðum kr. í viðbótartekjur.
    Gjöld til að standa straum af kostnaði við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavaldi taka nokkrum breytingum, að mestu leyti til hækkunar. Gjöldin eru ýmist ákvörðuð sem hlutfall af eignum eða tekjum eftirlitsskyldra aðila eða sem föst fjárhæð. Gjaldhlutföll hækka að meðaltali um 8,34%. Fastar fjárhæðir sem taka breytingum hækka að meðaltali um 67,1%. Áætluð gjöld 2024 eru 3.108 millj. kr. vegna Fjármálaeftirlitsins og 94,5 millj. kr. vegna skilavaldsins, eða samanlagt 3.202,5 millj. kr. Til samanburðar voru áætluð gjöld 2023 2.674 millj. kr. vegna Fjármálaeftirlitsins og 94,5 millj. kr. vegna skilavaldsins, eða samanlagt 2.768,5 millj. kr. Áætluð gjöld hækka því um 15,68% milli ára.
    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er miðað við að tekjur Fjármálaeftirlitsins og skilavaldsins af gjöldunum verði 3.090,5 millj. kr., til samræmis við rekstraráætlun sem Seðlabanki Íslands sendi ráðherra fyrr á árinu í samræmi við lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999. Það er 112 millj. kr. minna en áætluð gjöld samkvæmt frumvarpi þessu sem byggjast á uppfærðri áætlun Seðlabankans. Ráðgert er að misræmið milli frumvarps þessa og frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2024 verði leiðrétt með breytingu á síðarnefnda frumvarpinu við 2. umræðu á Alþingi.
    Tillaga í frumvarpinu um óbreyttar viðmiðanir vaxtabótakerfisins leiðir til þess að útgjöld vegna vaxtabóta nema 2,8 milljörðum kr. á árinu 2024.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjuskattur lögaðila hækki tímabundið til eins árs um 1 prósentustig. Álagning á tekjuskatti lögaðila fer fram með árstöf og því kemur hækkun skatthlutfallsins ekki fram fyrr en á árinu 2025 þegar hún ætti að skila ríkissjóði nálægt 6,4 milljörðum kr.
    Gert er ráð fyrir að hlutur ofanflóðasjóðs í kostnaði við vinnu við næsta áfanga hættumats vegna eldgosa verði allt að 65 millj. kr. á ári miðað við verðlag við framlagningu frumvarpsins. Hlutur ofanflóðasjóðs í kostnaði við vinnu við gerð hættumats vegna vatnsflóða verður allt að 50 millj. kr. á ári miðað við verðlag við framlagningu frumvarpsins og við gerð hættumats vegna sjávarflóða allt að 25 millj. kr. á ári miðað við verðlag við framlagningu frumvarpsins.
    Áætlað er að breytingar á verðmætagjaldi sjókvíaeldis leiði til um 630 millj. kr. hækkunar á tekjum ríkissjóðs.
    Aðrar breytingar hafa ýmist áhrif á tekju- og/eða gjaldahlið en samanlögð áhrif af þeim breytingum á afkomu ríkissjóðs eru talin óveruleg.

2024 2025
Tekjuráðstafanir Tekjuáhrif Áhrif á Tekjuáhrif Áhrif á
á ríkissjóð VNV (%) á ríkissjóð VNV (%)
(millj. kr.) (millj. kr.)
Verðlagsuppfærsla krónutölugjalda 3.125 0,1
Hækkun á lágmarksfjárhæð
bifreiðagjalds

1.300

Hækkun nefskatta 323
Hækkun á tekjuskatti lögaðila 6.400
Breytingar á verðmætagjaldi
sjókvíaeldis

630



Samtals 5.378 0,1 6.400

6.2. Mat á jafnréttisáhrifum.
    Ekki hefur farið fram ítarleg greining á jafnréttisáhrifum frumvarpsins. Þó má leiða að því líkur að einhverjar tillögur þess geti haft ólík áhrif á karla og konur enda eru konur að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Samkvæmt álagningarskrá ársins 2023 voru 54% kvenna í neðri helmingi tekjudreifingarinnar og konur eru aðeins 29% einstaklinga í efstu tekjutíundinni. Hækkun krónutöluskatta og annarra skatta og gjalda kemur því að meðaltali hlutfallslega verr niður á konum en körlum.
    Hvað hækkanir á olíugjaldi, bensíngjaldi, kolefnisgjaldi, kílómetragjaldi og bifreiðagjaldi varðar verður að hafa í huga að mun fleiri karlar en konur eru skráðir eigendur fólksbíla og lítill munur er þar á eftir hjúskaparstöðu. Konur eiga almennt minni og sparneytnari fólksbíla og eignarhald þeirra er mjög lágt þegar kemur að öðrum tegundum ökutækja en mikill kynjamunur er í samgöngum sem atvinnugrein. Þá eru karlar líklegri til að ferðast lengri vegalengdir til og frá vinnu og gefa erlendar rannsóknir einnig vísbendingar um sambærileg samgöngumynstur þar sem athafnasvæði karla er stærra en kvenna. Þessar niðurstöður má m.a. finna í stöðugreiningu þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um samgöngur og jafnrétti frá ágúst 2021 og áfangaskýrslu um kynbundinn mun í notkun samgöngukerfisins frá apríl 2018. Í skýrslunni kemur einnig fram að konur vinni nær heimili en karlar og virðast þannig almennt ferðast styttri vegalengdir. Það má því ætla að karlar aki meira en konur og taki samkvæmt framansögðu í meira mæli á sig áðurnefndar krónutöluhækkanir.
    Hækkun krónutöluskatta felur jafnframt í sér hækkun á gjöldum af áfengi og tóbaki. Samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis neyta karlar meira áfengis en konur, bæði hvað varðar neyslu á a.m.k. einu glasi af áfengum drykk einu sinni í viku eða oftar síðustu 30 daga og ölvunardrykkju (fimm eða fleiri áfengir drykkir á einum degi síðustu 30 daga) en sá munur virðist þó fara minnkandi. Kynjamunur meðal þeirra sem reykja daglega virðist hins vegar ekki vera mikill.
    Gera má ráð fyrir því að framlenging á tímabundnum útreikningsreglum og viðmiðunarfjárhæðum vaxtabóta hafi einhver jafnréttisáhrif í för með sér. Samkvæmt álagningarskrá ársins 2023 er lítillega algengara að karlar séu á leigumarkaði en konur. Hvað eignarhald á fasteignum varðar eru einhleypar konur líklegri til að eiga fasteign en karlar sem eiga frekar fasteign í sambúð. Með tilliti til tekjutengingar vaxtabóta er líklegra að framlenging ákvæðisins gagnist þeim konum betur en körlum sem tekið hafa lán vegna kaupa á fasteign.
    Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og útvarpsgjald er lagt á einstaklinga sem eru 16 ára til og með 69 ára og eru með tekjustofn yfir reiknuðum skattleysismörkum. Þar sem konur eru að meðaltali með lægri tekjur en karlar má búast við að hlutfallslega greiði þær konur sem eru með tekjur yfir skattleysismörkum að jafnaði hærri prósentu af launum sínum en karlar.

Um einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Í greininni er lagt til að fjárhæðir kolefnisgjalds verði hækkaðar um 3,5% til samræmis við almennar verðlagsbreytingar í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024.

Um 2.–4. gr.

    Í a–c-lið 2. og 3. gr. og í a- og b-lið 4. gr. er lagt til að áfengis- og tóbaksgjöld verði hækkuð. Um er að ræða 3,5% hækkun gjalda til samræmis við almennar verðlagsbreytingar í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024.

Um 5. og 6. gr.

    Lagt er til að almennt vörugjald af bensíni hækki um 1,15 kr. á hvern lítra, úr 32,55 kr. í 33,70 kr., og að sérstakt vörugjald af blýlausu bensíni hækki um 1,85 kr. á hvern lítra, úr 52,45 kr. í 54,30 kr. Einnig er lagt til að sérstakt vörugjald á hvern lítra af öðru bensíni hækki um 1,95 kr., úr 55,55 kr. í 57,50 kr. Hækkunin nemur 3,5% vegna almennra verðlagsbreytinga í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024.

Um 7. gr.

    Í greininni er lögð til hækkun á fjárhæð olíugjalds sem greiða skal í ríkissjóð sem vörugjald af gas-, dísil- og steinolíu skv. 1. gr. laga um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004. Lagt er til að gjaldið verði hækkað um 3,5% vegna almennra verðlagsbreytinga í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024.

Um 8. gr.

    Hér er gerð tillaga um hækkun á fjárhæðum kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds um 3,5% vegna almennra verðlagsbreytinga í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024.

Um 9. gr.

    Lagt er til að bifreiðagjald hækki um 3,5% vegna almennra verðlagsbreytinga í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. Jafnframt er lagt til að lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds sem lagt er á fólksbíla verði hækkuð og fer gjaldið þá úr 15.080 kr. í 20.000 kr. en það er greitt tvisvar á ári.

Um 10. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 5. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999, þar sem kveðið er á um gjaldskylda aðila, álagningarstofn og hlutföll álagðs eftirlitsgjalds.

Um 11. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 6. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999, þar sem kveðið er á um að greiðsluskipting skv. 2. mgr. 6. gr. skuli miðast við eftirlitsgjald að upphæð 1.000.000 kr. eða hærra til að auðvelda minni aðilum greiðslu gjaldsins.

Um 12. gr.

    Lögð er til breyting á hlutfalli af álagningarstofni skv. 4. gr. laga um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011, sem miðað er við þegar gjald sem ætlað er að standa undir kostnaði vegna reksturs umboðsmanns skuldara er lagt á gjaldskylda aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna.

Um 13. gr.

    Hér er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra samkvæmt lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, verði hækkað um 3,5% og nemi 13.749 kr. á hvern gjaldanda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2024 vegna tekna ársins 2023.

Um 14. og 15. gr.

    Lögð er til framlenging á gildistíma ákvæðis til bráðabirgða VII í lögum um málefni aldraðra þar sem kveðið er á um að Framkvæmdasjóður aldraðra hafi tímabundna heimild til að kosta rekstur hjúkrunarrýma aldraðra. Ástæða þessara ráðstafana er fjárhagsvandi ríkissjóðs og sparnaðarkrafa fjárlagaheimilda.
    Þá er gert ráð fyrir nýju ákvæði til bráðabirgða við lög um málefni aldraðra. Í ákvæðinu er kveðið á um að á tímabilinu frá 1. janúar 2024 til og með 31. desember 2024 sé unnt að óska eftir því við Tryggingastofnun ríkisins að stofnunin geri samanburð á útreikningi á kostnaðarþátttöku heimilismanna fyrir og eftir gildistöku breytingalaga nr. 166/2006 og nr. 120/2009. Með lögum nr. 166/2006 var dregið úr tengingum við tekjur maka heimilismanna og þær síðar afnumdar með lögum nr. 120/2009. Sýni samanburðurinn aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna ársins 2024 til samræmis við það sem lægra reynist. Hér er um sams konar bráðabirgðaákvæði að ræða og er í gildi vegna ársins 2023. Gildandi ákvæði um heimild til samanburðar á útreikningi á kostnaðarþátttöku heimilismanna samkvæmt eldri og yngri lögum fellur úr gildi 31. desember 2023.

Um 16. gr.

    Í a-lið er lögð til framlenging á ákvæði í 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, út árið 2024 en að öðrum kosti hefði það runnið sitt skeið í lok þessa árs. Kveðið er á um að þrátt fyrir ákvæði laganna skuli örorkulífeyrisþegi hafa árlegt 2.400.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar.
    Samkvæmt b- og c-lið skal við útreikning tekjutryggingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á tímabilinu 1. janúar 2024 til og með 31. desember 2024, gera samanburð á útreikningi tekjutryggingar, annars vegar samkvæmt reglum sem gilda á árinu 2024 og hins vegar reglum sem giltu árið 2013 auk 83,83% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 2. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum. Þeirri reglu sem leiðir til hærri greiðslna fyrir lífeyrisþega skal beitt.

Um 17. gr.

    Vísað er til skýringa við 16. gr. en í þessari grein er kveðið á um útreikning heimilisuppbótar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Skal sömu reglu beitt og getið er um í 16. gr.

Um 18. og 19. gr.

    Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða XI í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, verði framlengt um eitt ár og gildi út árið 2024. Það mun hafa þau áhrif að óheimilt verður á árinu 2024 að láta almennar hækkanir sem kunna að verða á örorkulífeyrisgreiðslum samkvæmt lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, leiða til lækkunar á örorkulífeyri sjóðfélaga úr lífeyrissjóði.
    Þá er einnig lagt til að ákvæði til bráðabirgða XV í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, verði framlengt um eitt ár og gildi út árið 2024. Það mun leiða til þess að framlag lífeyrissjóða samkvæmt lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, á árinu 2024 verður ekki núvirt við tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðanna.

Um 20. gr.

    Í greininni er lagt til að föst krónutala sóknargjalda lækki úr 1.192 kr. á mánuði í 1.107 kr. fyrir árið 2024. Ákvörðuð lækkun nemur því 7,1%.

Um 21. gr.

    Lagt er til að fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar skv. 4. mgr. 14. gr. a laga um loftslagsmál, nr. 70/2012, verði breytt til samræmis við breytingar á meðalverði losunarheimilda á Evrópska efnahagssvæðinu eins og það er á árstímabili sem lýkur 31. júlí árið áður. Gert er ráð fyrir að breytingin muni hafa óveruleg áhrif á tekjur ríkissjóðs. Um nánari skýringar vísast til kafla 3.9.

Um 22. gr.

    Lagt er til að sérstakt gjald sem ríkisskattstjóri leggur á samhliða álagningu opinberra gjalda skv. 1. mgr. 14. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, og rennur til Ríkisútvarpsins verði breytt sem nemur almennum verðlagsbreytingum í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 og fari úr 20.200 kr. í 20.900 kr.

Um 23. gr.

    Lögð er til framlenging á ákvæði til bráðabirgða IV í lögum um tryggingagjald sem kveður á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2024. Sambærilegt ákvæði hefur verið í gildi fyrir árin 2013–2023. Eftir sem áður er gert ráð fyrir að á árinu 2024 leggi ríkissjóður framlag að fjárhæð 332,2 millj. kr. til starfsendurhæfingarsjóða.

Um 24. gr.

    Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða III í lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, verði framlengt um eitt ár. Atvinnurekendur, þeir sem stunda sjálfstæða starfsemi og lífeyrissjóðir munu því greiða áfram sama hlutfall af stofni til iðgjalds skv. 3. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, á árinu 2024 eins og á árunum 2016–2023, eða 0,10%.

Um 25. gr.

    Með ákvæði þessu er lagt til að tímabundin hækkun á vaxtabótum, sem að óbreyttu hefði fallið niður um næstu áramót, verði framlengd um eitt ár. Því er ártalinu 2024 bætt við ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum, en það hefur að geyma ákvæði um vaxtabætur á árunum 2011–2023. Gert er ráð fyrir að ákvæðið komi til framkvæmda við ákvörðun á fyrirframgreiðslu vaxtabóta og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2024.

Um 26. gr.

    Lagt er til að tekjuskattur lögaðila sem skattskyldir eru skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr., þ.m.t. hlutafélög og einkahlutafélög, hækki tímabundið til eins árs um 1 prósentustig og fari úr 20% í 21%. Þá er lögð til samsvarandi hækkun á tekjuskatti lögaðila sem skattskyldir eru skv. 3.–5. tölul. 1. mgr. 2. gr., eins og sameignar- og samlagsfélög, úr 37,6% í 38,4%. Jafnframt er lögð til samsvarandi hækkun á tekjuskatti lögaðila með takmarkaða skattskyldu hér á landi. Gert er ráð fyrir að hækkunin komi til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2025 vegna rekstrarhagnaðar ársins 2024.

Um 27. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að úrvinnslugjald á hjólbarða verði hækkað úr 40 kr./kg í 65 kr./kg, og taka aðrar fjárhæðir í viðauka XVI breytingum í samræmi við þá hækkun. Tillaga um hækkun er vegna aukins kostnaðar við söfnun og úrvinnslu hjólbarða og til að tryggja sjóðstöðu vöruflokksins (uppgjörsflokksins).

Um 28. gr.

    Lögð er til framlenging á gildistíma laga um fjarskiptasjóð út árið 2024.

Um 29. gr.

    Ákvæðið felur í sér tímabundna framlengingu heimildar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögunum til að nota fé ofanflóðasjóðs til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða til 31. desember árið 2024. Að óbreyttu fellur ákvæðið úr gildi 31. desember 2023.

Um 30. gr.

    Í greininni er lagt til að hlutfall af reiknistofni gjaldtöku vegna slátraðs lax í sjókvíum, þegar verð er 4,8 evrur á kílógramm eða hærra, sbr. a-lið 2. mgr. 2 gr., verði hækkað um 1,5 prósentustig og nemi því 5%.

Um 31. gr.

    Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, nr. 89/2019, skal Fiskistofa ákvarða og birta fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en 1. desember ár hvert til að það öðlist gildi fyrir komandi almanaksár. Þar sem í 30. gr. frumvarpsins er kveðið á um hækkun hlutfalls af einum reiknistofni gjaldtöku, þ.e. vegna slátraðs lax í sjókvíum, sem ekki er reiknað með að taki gildi fyrr en eftir 1. desember er nauðsynlegt að kveða á um í bráðabirgðaákvæði við lögin að Fiskistofa skuli, vegna ársins 2024, birta fjárhæð gjaldsins með auglýsingu fyrir 31. desember 2023. Þá ætti hækkun gjaldsins skv. 30. gr. frumvarpsins að hafa öðlast gildi.

Um 32. gr.

    Gert er ráð fyrir því að 30. og 31. gr. öðlist þegar gildi þar sem Fiskistofa skal ákvarða og birta fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en í desember hvert ár til að öðlast gildi fyrir komandi almanaksár. Að öðru leyti þarfnast ákvæðið ekki skýringa.