Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 195  —  193. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um rannsókn kynferðisbrotamála.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvers vegna eru ekki til töluleg gögn um hve langan tíma rannsókn kynferðisbrota tekur frá tilkynningu brots og þar til rannsókn lögreglu lauk, sbr. svar ráðherra á þskj. 754 frá 153. löggjafarþingi?
     2.      Hvers vegna er rannsóknarmeðferð kynferðisbrotamála að lengjast á meðan ákærumeðferð þeirra styttist, sbr. fyrrgreint svar?
     3.      Stendur til að fjölga stöðugildum rannsóknarlögreglumanna í kynferðisbrotamálum vegna lengingar málsmeðferðartíma?


Skriflegt svar óskast.