Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 198  —  196. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um greiningar á þreytueinkennum eftir veirusýkingu.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hver er endanlegur fjöldi viðtala á heilsugæslustöðvum árið 2022 þar sem greining G93.3 (þreytueinkenni eftir veirusýkingu) er skráð, sbr. svar ráðherra á þskj. 572 á 153. löggjafarþingi?
     2.      Hver er fjöldi viðtala það sem af er árinu 2023 þar sem greining G93.3 hefur verið skráð?
     3.      Hvernig hyggst ráðuneytið takast á við þá miklu aukningu sem verið hefur í greiningu G93.3 í kjölfar kórónuveirufaraldurs?


Skriflegt svar óskast.