Ferill 209. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 212  —  209. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fæðingar á Íslandi.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu margar fæðingar hafa verið árlega síðastliðin tíu ár á Íslandi, sundurliðað eftir sjúkrastofnun og eftir því hvort um fyrsta barn er að ræða?
     2.      Hversu mörg sjúkraflug var farið í árlega síðastliðin tíu ár vegna fæðinga eða vandkvæða eftir fæðingar?
     3.      Hversu margar fæðingar árlega síðastliðin tíu ár hafa verið skilgreindar sem flóknar eða erfiðar fæðingar? Er fjöldinn sambærilegur við önnur Norðurlönd?
     4.      Hver er þróun meðalsængurlegutíma síðastliðin tíu ár, sundurliðað eftir sjúkrastofnun? Er hún sambærileg við önnur Norðurlönd?
     5.      Hversu margar fæðingar árlega síðastliðin tíu ár hafa staðið lengur yfir en 24 tíma frá því að mæður eru skráðar í innlögn? Hvernig er það samanborið við önnur Norðurlönd?


Skriflegt svar óskast.