Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 213  —  210. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um inngrip í fæðingar.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu margar fæðingar hafa ár hvert síðastliðin tíu ár krafist notkunar á útgangstöng eða sogklukku? Hvernig er þetta samanborið við önnur Norðurlönd?
     2.      Hversu mörg börn hafa komið í heiminn með keisaraskurðaðgerð árlega síðastliðin tíu ár? Hversu margir þeirra voru bráðaaðgerðir? Hver er þessi fjöldi samanborið við önnur Norðurlönd?
     3.      Hversu margar valkvæðar keisaraskurðaðgerðir hafa verið framkvæmdar á hverju ári síðastliðin tíu ár? Hver er sá fjöldi samanborið við önnur Norðurlönd?
     4.      Hvaða verklagsreglur gilda þegar metið er hvort konur skuli gangast undir keisaraskurð? Hvernig eru þær verklagsreglur samanborið við önnur Norðurlönd?


Skriflegt svar óskast.