Ferill 215. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 218  —  215. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað vegna komu ferðamanna á Landspítala.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hvað hafa komur ósjúkratryggðra ferðamanna á dag- og göngudeildir Landspítala verið margar árin 2023 og 2022?
     2.      Hver er fjöldi ósjúkratryggðra ferðamanna sem hafa leitað á bráðamóttöku Landspítala árin 2023 og 2022?
     3.      Hver var kostnaðurinn af komum ósjúkratryggðra ferðamanna á fyrrgreindu tímabili?
     4.      Hvaða áhrif telur ráðherra að þessar komur hafi á álag á Landspítala?
     5.      Hvernig hefur gengið að innheimta kostnað af komum ósjúkratryggðra á Landspítala á fyrrgreindu tímabili?
     6.      Hefur verið brugðist við fjölgun ferðamanna með greiningu ráðuneytis á áhrifum á heilbrigðiskerfið og hvernig þeirri fjölgun verði mætt af hálfu stjórnvalda?


Skriflegt svar óskast.