Ferill 218. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 221  —  218. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aldursviðbót.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hversu margir einstaklingar á ellilífeyrisaldri voru metnir með 75% örorku fyrir töku ellilífeyris?
     2.      Hver yrði árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs ef aldursviðbót héldist ævilangt, í stað þess að hún falli niður þegar öryrki nær 67 ára aldri?


Skriflegt svar óskast.